19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 56

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 56
konur nærskyrtu og undirpilsi við. Yfir þetta allt kom svo aðalklæðnaðurinn, peysa og pils með svuntu. Þegar erlendra áhrifa fór að gæta í nærfatatísku átti upphluturinn undir högg að sækja og lagðist notkun hans nán- ast af um árabil. ( aldarbyrjun sást varla nokkur kona á upphlut en upp úr 1920 jukust vinsældir hans verulega. Ekki þótti öllum þetta vera fullgildur búningur miðað við upprunalegt hlutverk hans og er því nú svip- að farið i dag þegar kvöldkjólarnir sækja fyr- irmynd sína í undirkjóla stríðsáranna. Upphluturinn hefur notið mestra vinsælda af þeim íslensku búningum sem getið hefur verið, hvort sem það hefur verið fyrir litlar stúlkur eða fullorðnar konur. Hann sam- anstendur af langerma skyrtu, alveg upp í háls, upphlutsbol sem reimaður er saman að framanverðu með keðju sem þrædd er í svo- nefndar myllur, pilsi, svuntu og skotthúfu. Fjólbreytnin hefur helst verið í skyrtu og svuntu því það eru einföldustu hlutar bún- ingsins. Skyrtan er höfð úr léttum, þunnum efnum, oftast hvít og svuntan er gjarnan mynstruð á ýmsa vegu. Tískustraumar hafa haft sín áhrif á efni og liti í gegnum tíðina. Upphlutsbolurinn aftur á móti og pilsið eru með hefðbundnara móti. Bolurinn er skrýddur myllum, leggingum og blóma- mynstri sem annaðhvort er baldýrað, saum- að út eða smíðað úr silfri. Baldýringin er af- ar sérstök og nánast útdauð útsaumsaðferð sem aðeins var á færi hagleikskvenna. Þær höfðu það gjarnan sem aukavinnu heima að baldýra fyrir fínu frúrnar í bænum. Belti með silfur- eða gullprjóni og falleg brjóstnæla voru ómissandi og loks skotthúfa sem I dag mun algeng vera úrflaueli en var áður prjón- uð úr fínni ull. Við peysufötin og upphlutinn var algengt að konur væru með ullarsjöl, mis- jöfn að þykkt og gerð, allt eftir efnum og ástæðum. Nú þegar gamalt handverk og persónu- legur stíll á upp á pallborðið hjá ungu fólki er ekki ólíklegt að íslenski búningurinn verði hafinn til vegs og virðingar með aukinni notkun. Sjáum fyrir okkur 17. júní árið 2000 þar sem konur og karlar koma saman uppá- klædd íslenskum búningum, dansa við undir- leik harmoníku og kyrja forn kvæði að ís- lenskum sið — með uppáhaldsdýrin sín í fanginu. Það hljómar að minnsta kosti betur en að klæðast magabol og hnébuxum og rappa með sýndargæludýr um hálsinn. Heimildir: íslenskur búningur, upphlutur á 20 .öld. Fríður Ólafsdóttir, 1994, Bókaútgáfan Óðinn. íslenskir þjóðbúningar kvenna. Elsa E. Guðjónsson, 1969, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Islenskir kvenbúningar á síðari öldum. Elsa E. Guð- jónsson, 1988, 4. útgáfa, Reykjavík. Pólitísk fatahönnun, Margrét Guðmundsdóttir, s. 29 — 37, Ný Saga, tímarit Sögufélagsins 1995. Iris Ólöf Sigurjónsdóttr. Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöðum og „Kúgun kvenna" Fréttabréf KRFÍ leiddi Þór Jakobsson á slóð Sigurðar Jónassonar frá Eyj- ólfsstöðum, þýðanda hins merka rits „Kúgun kvenna'' eftir enska heim- spekinginn og stjórnmálafræðinginn John Stuart Mill. Bókin var endurút- gefin af Flinu íslenzka bókmenntafé- lagi árið 1997. r Imargra binda alfræðibók á heimili mínu er sögu kvenfrelsisbaráttu lýst í alllangri ritgerð með upp- talningu á framförum og sigrum skref fyrir skref allt frá upphafi hugmynda og tilrauna til umbóta í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar fyrir rúmum 200 árum. Lýsingin er slétt og felld og engu er líkara en átt hafi sér stað átakalaus þróun sem allir mættu vel við una. Það hefur greinilega ekki verið rými í ritinu til að orð- lengja um skakkaföll og afturkippi í langri réttindabar- áttu. En fátt er öflugra í baráttu gegn rótgrónu órétt- læti en þekkja söguna og halda á lofti minningu geng- inna brautryðjenda sem lítinn sáu árangur erfiðis síns, sumir hverjir. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.