19. júní


19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 74

19. júní - 19.06.1998, Blaðsíða 74
U m • UA |r~ I Karlar í kvennaheimi Stöðu kvenna er oft lýst þannig að þær lifi í karlaheimi. Þannig þurfi konur að nálgast vinnumarkaðinn út frá for- sendum karla, ef þær komast þá að á annað borð. En hvern- ig skyldi það vera að vera karl í kvennaheimi? Gísli Hrafn Atlason skrifaði BA-ritgerð í mannfræði um karla á hefð- bundnum kvennasviðum og greinir frá nokkrum af niður- stöðum sínum hér. Allt frá því að konur fengu kosninga- rétt hafa þær verið að sækja inn á þau svið sem áður gátu kallast hefð- bundin karlasvið. Karlar virðast þó ekki hafa gert hið sama og hafa ýmsir bent á að þeir sitji eftir með tiltölulega þröngt svið hvað varðar atvinnu. Greinarhöfundur einn í tíma- ritinu The Economist gekk svo langt að segja að karlar verði „hitt kyn morgundagsins" og er hann þá að vitna í Simone de Beauvoir sem fjallaði um hvernig litið er á konur sem hið óæðra kyn. Karlar á kvennavinnustöðum Þeir fáu karlar sem sækja í hefðbundin kvennastörf fá þar misjafnar móttökur, rétt eins og konur sem sækja út á hinn almenna vinnumarkað. Karlar sem gerast hjúkrunar- fræðingar eru gjarnan taldir gera það á ein- hverjum sérstökum forsendum, ekki geti þeir verið þar á eigin forsendum eða vegna áhuga á hjúkrunarfræði. Slík viðhorf koma ekki bara fram hjá almenningi heldur líka hjá öðrum hjúkrunarfræðingum og iæknum. Al- gengt viðhorf er til dæmis það að þeir karlar sem fari í hjúkrunarfræði hljóti að vera hommar eða að þeir hafi fallið í læknisfræði en vilji vera í starfi sem tengist læknisfræð- inni. Hjúkrunarfræðin hefur löngum verið tengd við hina móðurlegu umhyggju. Karlar eru yfirleitt ekki taldir búa yfir þeirri um- hyggju nema einhverjar sérstakar ástæður séu að baki eins og þær sem ég nefndi hér að ofan. Þessi viðhorf koma ekki aðeins fram gagnvart körlum í hjúkrunarstarfinu. Karl- kyns leikskólakennarar hafa svipaða sögu að segja. Það sem karlkyns leikskólakennurum virðist þykja sárast er að fá ekki að nálgast starfið út frá eigin forsendum, þar sem þeir þurfi að gera það út frá forsendum kvenna. Nokkrir karlkyns leikskólakennarar hafa bent á að kvennavinnustaðir þurfi að fara í nafla- skoðun, alveg eins og karlavinnustaðirnir, svo að öllum finnist þeir vera velkomnir á vinnustöðunum. Glerveggir heimilisins Á kvennavinnustöðum virðist sem dómhæfni karla sé dregin í efa, það er að segja þeir eru ekki taldir fyllilega hæfir til þess að taka ákvarðanir. Þeim er ekki treyst fullkomlega fyrir verkunum nema þeir felli sig að skil- greiningum kvennanna sem fyrireru á vinnu- stöðunum. Þannig er þessu líka farið á mörgum heimilum. Ingóifur Gíslason (1997) og Þorgerður Einarsdóttir (1998) hafa rann- sakað karla á heimilinu. I báðum rannsókn- unum kemur í Ijós að það eru konur sem skil- greina heimilið og um leið heimilisverkin. Konur sjá um heildarskipulagið. Körlum er hins vegar falið að sinna ákveðnum verkum en er ekki treyst fyrir heildarskipulaginu né heldur þeim hlutum sem taldir eru mikilvæg- ari eins og þvottar og klæðnaður barna. í rannsóknunum kom í Ijós að það gilti einu hvort karlar hefðu áður notað þvottavélar eða væru óvanir þeim, traustið var ekki fyrir hendi. Því má segja að karlar reki sig á „glerveggi" heimilisins þar sem þeim er treyst fyrir ákveðnum og fyrirfram skilgreind- um verkum en ekki fyrir stjórnun og heildar- skipulagi. En karlar rekast ekki bara á gler- veggi á eigin heimili heldur líka á vinnustað sínum. Þannig taka atvinnurekendur yfirleitt lítið tillit til þess að karlar geti átt fjölskyldur og kemur það m.a. fram þannig að karlar ganga undantekningarlítið á vegg þegar þeir reyna að minnka við sig vinnu til þess að samræma atvinnuna betur heimilislífinu. Ljóst er að karlar vilja nota meira af tíma sín- um með fjölskyldum sínum en raunin hefur verið og kemur það fram í því að árið 1993 töldu 75% íslenskra karla sig ekki hafa næg- an tíma með börnum sínum (Sigrún Júlíus- dóttir 1993). Enn í hlutverki fyrirvinnunnar Að mínu mati eru tvær meginástæður fyrir því að karlar sækja ekki meira í hefðbundin kvennastörf en raun ber vitni. Annars vegar eru það þær ástæður sem ég hef rakið hér, það er að segja að störfin eru talin hæfa kon- um betur. Það hefur orðið til þess að á vinnustöðunum sjálfum er körlum ekki fylli- lega treyst fyrir störfunum. Hins vegar tel ég að hugmyndin um karla sem fyrirvinnur sé enn það rík í menningu okkar að þeir sækja síður í láglaunastörf þar sem þeir „þurfa" að færa björg í bú. Þess ber þó að geta að karl- ar sækja í ýmis önnur láglaunastörf sem ekki teljast kvennastörf. Þessum hugmyndum er hægt að breyta með því að karlar sæki í hin hefðbundnu kvennastörf. Það flýtir aftur á móti ekki fyrir þróuninni ( átt að jafnréttis- samfélagi að karlar reki sig á glerveggi heim- ilis eða vinnustaðar. Heimildir: Ingólfur V. Gíslason 1997. „Karlmenn eru bara karl- menn": Viðhorf og væntingar til íslenskra karla. Reykjavík: Skrifstofa jafnréttismála. Sigrún Júlíusdóttir 1993. Den kapabla familjen i det islandska samhallet. Göteborg & Reykjavík: Göteborgs universitet. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.