Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 14
10
B Ú F R Æ1) I N G U R I N N
óleyfilegt nema mcð sérstöku lagaleyfi að breyta vatnsborði, straum-
slefnu eða vatnsmagni um takmarkaðan tima eða að fullu og öllu,
gera mannvirki í vatni eða yfir því, að veila vatni úr landi sínu í
annara lönd, ef tjón eða hœtta getur af því orðið cign eða rétt-
indum annars manns, ríkis eða almennings, svo og ef ])að getur
orðið til tálmana almennri umferð.
Ef farvegur breytist sjálfkrafa svo landeiganda verði mein
að, hefir hann rétt til að fella vatnið aftur i upphaflega farveg-
inn. Hefð getur komizt á um framrennsli vatns i nýjum farvegi,
hafi aðili eigi gert ráðstafanir til að fella vatnið í upphaflegan
farveg sinn innan 20 ára frá þvi að farvegsbreyting varð. Ef
liðin eru tvö ár frá þvi að vatn tók sér nýjan farveg, án þess
þolandi breytinganna liafi tilkynnt, að hann áformi að fella vatnið
í sinn forna farveg á ný, þá skal bæta þann kostnað, er aðrir
aðiljar hafa haft, ef þeir hafa ræktað farvegsbotninn eða byggt
mannvirki við hinn nýja farveg í þvi skyni að hagnýta vatn lians.
Jarðvatn, regn og leysingavatn, er á landareign safnast, lindir,
dý, tjarnir og minni háttar vötn og vatnsfarvegi á landinu sjálfu
má landeigandi hagnýta eða ráðstafa að vikl sinni, þó þannig, ef
um landþurrkun er að ræða, að ekki sé eyðilagt vatn til heimilis-
þarfa eða til varnar gegn eldsvoða, það má heldur ekki eyðileggja
vatn til húsþarfa, til að vatna skepnum eða til ullar- og fisk-
þvottar né það vatn, sem ætla má að nauðsynlegt sé til áveitu og
vökvunar túna.
Landareign, sem lægra liggur, fylgir sú skylda, að hún verður
að hlíta því, að vatnið renni yfir hana i þeim farvegi og með þeim
hætti, er náttúran hefir markað því, en allar hreytingar á því af
völdum náttúrunnar eða þriðja manns, er tjón getur af leitt, her
að færa i samt lag aftur, og tjón af slíku bætist eftir mati.
El' nauðsynlegt er að verja land eða landnytjar fyrir land-
broti eða árennsli, þá hafa ríkið, héruð, vatnafélög eða einstakir
menn rétt til að lækka vatnsfarvegi, vikka þá eða rélta, gera nýja
farvegi, fyrirhleðslur og varnargarða til varnar tjóni. Undir slík
mannvirki má taka land lögnámi. Ræta skal tjón og spjöll á eign-
um annara, sem leiðir af slíkum framkvæmdum, eftir mati, ef
eigi semst um bætur.
Nú framkvæmir rikið slík mannvirki eða einhverjir aðrir, sem
lilut eiga að máli, án þess að þáttlaka allra aðila fáist, sem gagns
njóta af verkinu, en það dæmist nauðsynlegt, þá er framlagsskylda
frá öllum, er hags njóta af framkvæmdunum, og fer um það eftir
hagnaðarmati.
Veita má vatni i farvegi og rásir, þó mein verði að á landi því,
sem við tekur, ef ekki verður losnað við vatnið á annan liátt.
Þá má veita vatni í skurði á landi annars manns og grafa skurði