Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 16
12
BÚFRÆÐINGURINN
framræsla og áveita. Eftir slíka löglega félagsstofnun ern land-
eigendur og leiguli'ðar skyldir að þola efnistöku úr landi sínu
og skylt að ieyfa landafnot undir mannvirkin, enda komi fullar
bætur fyrir. Kostnaði af samáveitu skal skipta eftir landstærð,
en taka skal tillit til, ef landareignir hafa um not áveitunnar sér-
stöðu og fer þar eftir hagnaðarmati.
Landeigandi er skyldur, l'yrir jörð í leiguábúð, að greiða stofn-
kostnað og árlegan kostnað af áveitunni, en leiguliði er skyldur
að viðlögðum ábúðarmissi að standa skil á upphæð til lands-
drottins, er svari til umsjónar og viðbaldskostnaðar ásaint árs-
vöxtum af stofnkostnaði. Neitun um að taka þátt í kostnaði sam-
áveitu, sem löglega er til slofnað, leiðir til lögnáms á eigninni
handa áveitufélaginu. Þegar um sameignarlandareign er að ræða,
ræður við atkvæðagreiðslu um þátttöku vilji eiganda eða cigenda
meiri hluta landareignar.
Matsgerðir samkvæmt vatnalögum framkvæma annað tveggja
úttektarmenn í þinghá, þar sem mat fer fram, eða dómkvaddir
menn. Dómkvaðningu framkvæmir héraðsdómari. Ráðherra sker
úr um, hvar matsmenn skuli dómkvaddir, ef matið ber undir fleiri
þinghár en eina. Mati má skjóta til yfirmats innan 6 vikna frá
lokum matsgerðar.
Samkvæmt jarðræktarlögum nr. 101 23. júní 1930 er veittur
styrkur úr ríkissjóði til framræslu vegna ræktnnar:
Skurðir dýpt 1 m og grynnri ................ kr. 1.20 pr. 10 m3
Skurðir dýpt 1,0—1,3 in ..................... —- 1.50 —„—
Skurðir dýpt yfir 1,3 m....................... — 2.00 —„—
Lokuð grjótræsi dýpt 1,1 m og dýpri ........ — 1.70 pr. 10 m
Viðarræsi dýpt 1,1 m og dýpri ........ — 1.20 —„—
Hnausræsi dýpt 1,1 m og dýpri ..... -— 0.70 —„—
Pípuræsi dýpt 1,1 m og dýpri ........ — 2.00 —„—
Samkvæmt reglugerð um framkvæmd jarðræktarlaga eru skil-
yrði fyrir því að styrkur sé veittur til þessara mannvirkja þau,
er hér greinir:
1) Opnjr affallsskurðir skulu vera svo djúpir að tryggt sé, að
opnir viðtökuskurðir og lokræsi, sem að þeim liggja, nái þeirri
dýpt, að dómi trúnaðarmanha Búnaðarfélags Islands, að ræktunar-
svæðið þurrkist, og sé þá liöfð hliðsjóii af því, hvorl nota á landið
til matjurtaræktar eða almennrar grasræktar.
2) Opnir viðtölcuskurðir, sem lokræsi liggja út í, skulu vera
minnst 1,3 metrar að dýpt til að vera úttektarliæfir.
3) Opnir þurrkskurðir skulu vera 1 metri að dýpt eða meira,
þó er heimilt að veita styrk á grynnri skurði þar sem botnlag
þeirra er vatnsleiðandi (möl, sandur eða hraun).