Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 19
BÚFRÆÐINGURINN
15
neðanjarðarvatnsrennsli o{* neðanjarðarvatnsuppistöður ofan á eða á
milli vatnsþéttra laga, er kallað laust vatn i jarðveginum.
a) EfnisbundiS vatn er ]>að vatn, sem gengið hefir í fast samband við
sameindir annarra efna, þannig finnst það t. d. i gipsi og leir. Jurta-
gróðurinn getur ekki hagnýtt það vatn, sem er bundið á þennan hátt.
b) Loftrakavatn er tengt jarðefnunum á þann hátt, að vatnsliimna
dregst inn að og umlykur livert einstakt jarðkorn, og helzt vatnshimnan
föst um kornin vegna yfirborðsþenslu jarðkornanna og viðloðunarliæfi-
leikanna innbyrðis milli sameinda vatnsins. Loftþurrkuð jörð heldur
þessum raka, og þó jarðvegurinn hafi dregið til sin alian þann raka, er
hann getur hundið á þennan hátt, þá getur gróðurinn ekki hagnýtt hann.
Það fer eftir stærð jarðkornanna, live mikið getur bundizt af vatni á
þennan hátt, )>vi heiidaryfirhorð jarðkornanna er því meira, þvi smærri
sem þau eru. Jarðkornin draga þetta vatn til sín frá röku lofti og vatns-
gufu i jarðveginum.
Jarðvegur, sein hefir i sér járnbrá (Fe(OH)»), kisilsýru, kísilsúr sam-
hönd og h&lfrotnuð lifræn efni (Kolloid Humus), getur dregið til sin
mikla vatnsgufu og þétt hana á þennan hátt. Leirjarðvegur getur bundið
allt að 20% og svörður jafnvel 35% af ]>urrefni sínu á þennan hátt, en
almenn leir- og sandblandin moldarjörð í túni og akurlendi 1—5%. Et'
jarðvegurinn er upphitaður i 100—105° C, missir hann loftrakavatn sitt.
c) Ilárpipuvatnið. Þegar jarðkornin eru smá og liggja þétt saman,
myndast milli þeirra finir gangar, er greinast á alla vcgu um jarðiagið.
Þessi holrúm, sem þannig myndast milli jarðkornanna, halda í sér vatni,
er ieitar frá yfirborðinu niður í jörðina fyrir áhrif þyngdarlögmálsins,
og þau draga lil sín vatn frá neðri jarölögum fyrir verkanir hárpípu-
aflsins. Þegar jarðkornin eru stór, eða jarðef.nin leggjast þannig, að rými
holrýmanna milli kornanna nær ákveðinni stærð, þá hætta verkanir
hárpípuaflsins. Af þvi sést, að stærð og lögun jarðkornanna og það,
livernig þau leggjast hvert að öðru, veldur niildu um hve hátt jarðvatnið
getur stigið fyrir áhrif þess, og ræður þar af leiðandi miklu um, hve
rakaheldar jarðtegundirnar eru. Eftir þvi sem jarðkornin cru smærri,
verður snertiflötur miiii jarðcfnanna og vatnsins stærri og eykst styrk-
leiki hárpipuverkananna við það. Þvi fínni sem hárpípurnar eru, því
l>ærra getur vatnið stigið, en stighraði þess minnkar jafnframt. Þá fer
cinnig um styrkleika hárpipuverkananna eftir viðloðunarhæfileikum
vatnsins við jarðefnin, hann minnkar eftir þvi sem meira finnst al' upp-
leystum söltum i vatninu og með vaxandi liitastigi jarðvegsins. Ef liár-
pípan væri sívöl, lóðrétt pípa, sem hefði þvermálið d m/m og liitastig
vatnsins væri t° á C, ]>á er lyftihæð hárpípuvatnsins í m/m:
h = 30 • (' °-°02—i>
d
Hárpípugangar jarðvegsins liggja livorki samhliða eða lóðrétt, en
liggja óreglulega, þess vegna verður útreikningur samkvæmt þessari skil-
greiningu aldrei nákvæmur, en gefur ]>ó bendingu um, hverja þýðingu
lega jarðkornanna hefir. Þegar þvermál rýmisins milli jarðkornanna fer
yl'ir vissa stærð, fyllir vatnið ekki holurnar en myndar dropa,
sem annað tveggja cru i hreyfingarlausu jafnvœgisástandi eða fylgja