Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 24
20
BÚFRÆÐINGURINN
þvermál jarðkornanna, en með raunverulegu þvcrmáli er átt við jarð-
tegund, sem er samsett af kornum, sem eru nákvæmlega öll eins, og sem
sia jafnmikið vatn í gegnum sig eins og jarðvegur sá gerir í náttúrlegu
ástandi, sem til rannsóknar er tekinn. Það má reikna með þvi, að hið
raunverulega þvermál sé jafnt þvermáli möskvanna í sigti, sein 10%
af heildarmagni jarðkornanna fellur í gegn um.
Vatnsmagnið (Q), sem sígur i gegnum jarðveginn, verður samkvæmt
framanrituðu:
Q = m • F • v = F • y • T. 1
þar sem m táknar loftrými jarðvegsins, en það er samanlagt rými
loftsins, er fyllir allar holur milli jarðkornanna í náttúrlegri legu jarð-
tegundanna í hundraðshlutum af heildarrými jarðvegsins. F táknar ]>ver-
inálsflöt ]>ess jarðlags, sem það sígur í gegnum. Hitastigið liefir ])au áhrif
á hraða vatnsins, að liækkandi liitastig eykur liahn en minnkandi hita-
stig drcgur úr lionum. Leiðir því jarðvegur, sem er heitur, vatnið hetur
heldur en kaldur, og vatn leiðist betur gegn um jarðveginn að sumrinu
heldur en að vetrinum. Þar sem „kolloid“efni, eins og járnsýrungur
(og „Humus“ í mýrum) er, gilda þau lögmál ekki, sem framangreindar
líkingar cru byggðar á.
Þegar vatnsstaðan er jöfn eða undir jarðvegsyfirborðinu þá er
v =y
og hefir Colding með rannsóknum fundið, að þegar ekkert laust vatn
stendur yfir jarðvegsyfirhorði, þá er niðursigshraðinn í mismunandi
jarðtegundum þessi:
Niðursigshraði
Jarðtegund ................ v = y m/klst.
Gróf möl .................. 11,3
Grófur sandur ............. 1,46
Sendin mold ............... 0,033
Lcirblandinn sandur ....... 0,021
Leir ...................... 0,0058
Foksandur ................. 0,00125
Þéttur lcir ............... 0,000625
Það verður Ijóst af þessu, að i liinum þéttu jarðtegundum er niðursig
vatnsins mjög liægfara meðan það þá ekki nær opnu neðan jarðar rcnnsli,
þannig myndi ]>að vara um tvo inánuði, að vatnið sigi gegnum 1 metra
jarðlag í þéttum leir.
Wollny liefir með rannsóknum uin niðursigið komizt að þeirri niður-
stöðu, að leirlag, sem nær 5 cm þykkt, gcti vcrkað jafn vatnsstöðvandi
eins og þó það væri mun þykkra.
4. Afrennsli vatns og afrennslisaðstaða.
Regnsvæði árfarvegar, eða annars náttúrlegs eða tilbúins farvegar,
er það land kallað, sem hefir vatnshalla að farveginum, svo að allt vatn
svæðisins fellur til farvegarins. Vatnið af regnsvæðinu rennur sumpart
ofanjarðar og sumt neðanjarðar eftir að liafa sigið gegiium jarðlögin
og inyndað grunnvatnsstraum eftir vatnsleiðandi jarðlögum, er livíla
I