Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 31
BÚFRÆÐINGURINN
27
Vatnsmagn gróðursins gefur nokkra hugmynd um þennan hluta
vatnsþarfanna. Það má telja vatnsmagn í:
Grasi (töðu) ...................... 90%
Korni .......................... 75—-
Iíáltegundum og ávöxtum allt að 95—
Trjátegundum ................... 60—
2) Uppgufunin frá gróðrinum fer eftir stærð þess blaðflatar,
sem hann hefir, þannig, að uppgufunin að öðru jöfnu verður meiri
eflir því, sem blaðflöturinn á liverri flatareiningu lands er stærri.
Samkvæmt mælingum Rislers er blaðflötur af góðri uppskeru
á einum fermetra iands:
Hjá túngróðri ............... 12,4 m-
— höfrum ................... 9,1 —
— rúgi...................... 7,4 —
— jarðeplum ................ 6,9 —
Uppgufun verður þvi meiri af túnum heldur en ökrum og minnst
frá jarðeplum, en frá jarðvegsyfirborðinu gufar meira upp úr garð-
löndum heldur en ökrum og minnst gufar frá jarðvegsyfirborðinu
sjálfu í graslendi og því minna sem gróðurinn er hærri og þéttari.
3) Vatnsheldni jarötegundanna eykur vatnsnotkunina. Rann-
sóknir hafa Ieitt í Ijós, að úr jarðvegi, sem mettaður var ineð
10—20% af þvi vatnsmagni, er hann gat mest tekið á móti, eyddist
við ræktun hafra af vatni 405 sinnum þurrefnismagn eftir-
tekjunnar yfir gróðrartímabilið, en með 60—80% vatnsmagni var
eyðslan 534 sinnum þurrefnismagnið (Fittbogen). Við ræktun á
byggi hefir Ilellriegel komizt að sönni niðurstöðu, en þegar vatns-
magnið í jarðveginum var minnkað niður í 5%, þá kom i ljós, að
vatnseyðslan varð 940 sinnum þurrefnismagnið móti 180 og 277
ineð jarðvatni, er nam 10 og 80% af því, er jarðvegurinn gat mest
tekið á rnóti. Aiveg sömu heildarniðurstöðu fær Wilins við ræktun
kartaflna. Af þessu sést, að vatnseyðslan vex þvi meir, sem vatns-
niagn jarðvegsins nálgast hámarks og lágmarks takmörkun fyrir
því vatnsmagni, sem hann getur lialdið i sér. Við hvorutveggju
kringumstæðurnar minnkar vitanlega eftirtekjan, í síðara tilfellinu
af vatnsskorti, en við hámarkstakmörkin vegna of mikils vatns, og
þar af leiðandi vöntunar á lofti í jarðveginum. Um leið vex hin
beina uppgufun frá jarðveginum, en henni er samfara kæling á efsta
jarðlaginu, sem gerir gróðrarskilyrðin lakari.
41 Eiginleikar jarðvegsins og jarðvinnslan hafa þau áliril' á vatns-
eyðslu nytjajurtanna, að hún eykst þvi meir, sem hárpípuverkanir
hans verða meiri. Vatnseyðslan verður því, að öðrum skilyrðum
jöfnum, meiri i leirjarðvegi heldur en sandjarðvegi, því liárpípu-