Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 33
BÚFRÆÐINGURINN
29
en helmingur af þörf meðaleftirtekju. Að vatnsmagnið samt sem áður
fullnægir norðanlands vatnsþörfinni í mörgum árum byggist á því,
að þar sem úrkoman er minni eru breytingar á ástandi jarðvegsins
hagfelldar til þess að jörðin geynii rakann með hárpipuafli sínu,
og miðli honum yfir gróðrartímabilið, shr. það, að þvi vatnsfyllri
sem jarðvegurinn er frá miklu úrkomumagni, verður svið hárpípu-
vatnsins minna í jarðveginum. Það sem til vantar, verður eftirtekjan
að fá frá þeim vatnsforða, sem jarðvegurinn geymir. í mörgum
árum er það höfuðástæða fyrir misfellum í afrakstri ræktunar-
innar, live litið vald ræktunarmaðurinn hefir á vatninu í hinu
ræktaða landi. Er þar bæði að ræða um vanþurrkun og vatnsskort.
Því það er eitt höfuðeinkenni vatnssjúkrar jarðar, að í þurrkatíð
heldur sá jarðvegur lakast á vatnsforða þeim, er í landinu er.
3. Skaðleg áhrif uatnsins á gróðurinn.
Þrátt fyrir hina miklu nytsemi vatnsins, sem hér hefir verið
bent á, þarf jarðyrkjumaðurinn að gæta allrar varúðar við þeim
skaðlegu áhrifum, seni það hefir á gróðurinn. Vatnið i jarð-
veginum gerir tjón áður en það kemur sýnilega fram á yfirborði
ræktaða landsins.
1) Vatnið hindrar loflið í að komasst niður i gróðrarlag mold-
arinnar. Loftið á sinn þátt i efnabreytingum, sem fram fara i
jarðveginum. Moldmyndunin fer fljótar fram i þurrum en blaut-
um jarðvegi. Súr moldarsambönd myndast við sundurlausn jurta-
leifanna i votum jarðvegi.
2) Vatnið liefir áhrif á nytsamt lif smáverugróðurs og dýra
i jarðveginum. Þessar lífverur styðja að því, að bæta eðlisástand
jarðvegsins og sundra jurtaleifum áburðar og jarðvegs.
Gerlar, sem breyta lífrænum köfnunarefnissamböndum i amino-
sýrur og stækju og siðan í saltpéturssúr sambönd, geta þvi að-
eins starfað, að það sé nægilegt loft i jarðveginum. Okkar
hlutfallslega köfnunarefnisauðugri mýrarjarðvegur geymir köfn-
unarefnið i torleystum lífrænum samböndum, sem við fyrstu vinnslm
og sérstaklega við lélega þurrkun landsins, verður jurtunum lítt að
notum, því jurtirnar geta aðeins hagnýtt sér það sem saltpétursúrt
salt eða sem ammoniak. Breyting köfnunarefnis úr eggjahvítu á
sér ekki stað í votri jörð, þvi valnið hindrar lífsstarfsemi gerl-
anna, er að þvi starfa. Að visu er fyrsta sundurliðun eggjahvítu-
efnanna i aminosýrur orðin fyrir lifsstarfsemi gerla, er ekki þurfa
loft. En stækjan getur því aðeins myndazt, að gerlarnir nái í
frjálst súrefni loftsins. Hana mynda Bac. mycoides, Bac. Sublilis og
Bac. mesentericus af aminosýrunum. Saltpétursýrlingur mynd-
ast við lífsstarfsemi Nitrosomonas tcgundanna af stækju. Nitro-