Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 34
30
BÚFRÆÐINGURINN
somonas er loftþurfi. Saltpéturssýruna myndar Bacterium nitro-
bacter af saltpétursýrling. Hún krefur frjálst súrefni frá loftinu til
orkumyndunar.
ÁnamaSkar sjást tæplega i blautri jörð. J>eir bæta eSlisástand
jarSvegsins, opna regnvatninu leiS, aidca loftholur jarSvegsins og
greiSa jurtarótunum leiS í föstum jarSvegi. Þeir blanda jarSefn-
unum frá mismunandi jarSvegsdýpt og flytja þannig næringuna að
rótkerfi jurtanna.
3) Myndun skaölegrci sambanda í grúðrarmoldinni. ÞaS er eðli
votlendis, að ummyndun plöntuleifanna er hægfara. Við sjáum
og þekkjum hina einstöku plöntuhluta, er við athugum nýupp-
tekinn svörð. í kyrrstæðu vatni myndast við rotnun jurtaleifanna
mýrarioft CH4, brennisteinsvatnsefni H2S og járnsýrungur FeO.
Framræslan eykur jarðrými það, sem jurtirnar geta tekið nær-
ingu sína frá, og hún er áburðarverksmiðja til að koma næringar-
efnunum í nothæf sambönd.
)) Vatnið kælir jarðveginn. HitaskilyrSi í jarðveginum eru óhag-
stæð, þegar hann er votur. Þetta byggist á hinum mikla eðlishita
vatnsins, sem er 5 sinnum mciri en hinna föstu jarðefna. Eitt kg
af jarðvegi með 10% af vatni, sem hitað er um 1° C, þarf 0,28 hita-
einingar, en sama efnismagn af jarðvegi með 50% af vatni þarf
til að hitna um 1° 0,60 hitaeiningar.
Votur jarðvegur hitnar seinna en þurr við sama lofthita. Við
uppgufun úr rökum jarðvegi bindst mikill hiti. Þar er þvi sifellt
hitatap frá yfirborði jarðvegsins, sem sést þegar athugað er, að 600
hitaeiningar þarf til aS breyta 1 kg af vatni í gufu. Sam-
kvæmt rannsóknum Parkes var framræstur jarSvegur 5,5° lieitari
en óframræstur.
Á vegum Búnaðarfélags íslands rannsakaði höfundur árið 1924 um
þriggja mánaða skeið mismun á hitastigi i framræstri og ófram-
ræstri jörð á engi í sama áveituhólfi. Framræsti jarðvegurinn er
mun lieitari en sá óframræsti.
10 cm dýpt 5 cm dýpt
Valllendi Mýri Valllendi Mýri
Júní .............. 5,4° 2,9° 6,7° 3,6°
Júli .............. 10,5° 9,7° 11,2° 10,5°
Ágúst ............. 10,8° 10,0° 11,0° 10,2°
Rúmmálsbreytingar verða miklar í blautum jarðvegi við mis-
mun hita og kulda og hættan á næturfrostum er meiri á votlend-
inu, enda hafa aðrar þjóðir, eins og Svíar og Finnar, beinlínis varið
frá því opinbera stórfé til að þurrka votlend svæði til að minnka
forsthættuna í nágrenni þeirra.