Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 35
BÚFRÆÐINGURINN
31
5) Vinnsla jaröveg'sins er mjög örffng í vatnsþrunginni jörff.
Jarðvinnslan verður því oft hálfum mánuði seinni á slíkum
stöðum að vorinu. Það tefur að sáningin geti orðið framkvæmd
á bezta tíma. Þó veldur vatnið tangmestunx og dýrustum óþæg-
indum á þeim engjum, sem ekki er hægt að koma við vinnu-
vélum á, er heyið verður að flytja á þurrkvöll lengri eða skemmri
leið. Eykur það framleiðslukostnað heyjanna.
6) í görffum og sáffjörff eru heztu skilyrðin fyrir illgresið að
þróast ef jörðin er of rök. Arfinn er fljótur að ná vexti á slikum
stöðum.
7) Ym'sir jurtasjúkdómar ná betri tökum á jurtunum í rökum
jarðvegi. Kartöflumygla nær sér sérstaklega vel fyrir í rökum görð-
um. Rófur springa í votri jörð o. fl. atriði mætti telja.
Annar kafli.
Framræslan.
Framræsla eru þær verklegar framkvæmdir, er beint eða
óbeint hafa það markmið, að leiða í burtu eða fjarlægja á
annan hátt það vatn, sem er skaðlegt þeim nytjajurtum, er
ræktaðar eru.
Til framræslu teljast því aðgerðir, sem óbein áhrif hafa
á að þetta takmarlc náist. Aðgerðir, sem oft verða að eiga sér
stað áður en þurrkun er hafin. Undir þetta heyra breijtingar,
er gera þarf á farvegum, rgmkun farvega, varnarráSstafanir
gegn áflæði frá sjó eða vatrisfarvegum, einkum vegna hækk-
unar vatns í þeim af völdum sjávarfalla.
í öðru lagi er einn þáttur framræslu að taka fyrir vatns-
framrennsli inn á ræktað land eða land, sem til ræktunar er
tekið, frá umhverfi þess, er hærra liggur heldur en landið
sjálft.
I ])riðja lagi er framræslan í því fólgin að lækka stöðu
grunnvatnsins í landi því, sem ræktun er eða verður fram-
kvæmd á, í samræmi við þörf gróðursins, sem rækta á í því,
þegar framræslan er fullgerð.
A. Markmið framræslunnar og framræsluþörfin.
Við framltvæmd framræslu til undirbúnings ræktunar er
stefnt að því, að ná tveimur aðalmarkmiðum.