Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 38
34
BÚFRÆÐINGURINN
iblandaðri fokjörð. Þær hafa nægilegar hárpípuverkanir
þegar þær hafa verið ræstar, og eru ekki vatnsfastar.
b) Svarðarmýrar, án íblandaðrar fokjarðar, hafa að visu
nokkurt hárpípuafl, en unx langan tíma eftir að þær eru
ræstar, halda þær i sér vatninu. Þó þær í yfirborði losni við
hið lausa vatn, þá er viðvarandi í þeinx loftrakavatn, senx
gróðxxrinn aldrei getur hagnýtt sér. Er því algengt að ekki er
gerður greinarmunur á því, að gróðurinn í hinuixx framræsta,
en þó sýnilega raka jarðvegi, liður af skorti á heilnæmu vatni,
fyrir utan hin skaðlegu vatnsáhrif, meðan loft og frost ekki
hefir gert jarðveginn milli skurða og ræsa vatnsleiðandi. Djúp
ræsla getur verið réttmæt á þessunx mýrum, og oft verkar
ræslan bezt sé hægt að láta skurða- og ræsisbotna ná niður í
grunnlag þeirra, þvi þá kemst í gang, ef skurðir og ræsi eru
rétt lögð, afrennsli neðanjarðar milli grunnflatarins og mýrar-
myndunarinnar og samhliða því beint niðursig á vatninu, og
vatnið lækkar jafnar yfir liið franxræsta svæði. Þetta land á
ekki að taka til ræktunar fyrr en það er orðið fullsigið fyrir
áhrif framræslunnar. Með jarðvinnslu og auknunx loftáhrif-
um er hægt að bæta jarðvegsástand þess og rakaskilyrðin
fyrir gróðurinn.
c) Flóar og veltutorfsmýrar eru oft þannig, að mýrarmynd-
unin hvílir á smágerðum leir- og sandlögum af mismunandi
þykkt. Þegar sú jörð er svo djúpræst, að grunnvatnið ekki
nær mýrartorfslaginu, gerþornar það í þurrkunx og gróðrar-
skilyrðin verða mjög léleg.
Við engjarækt getur því djúpræsla á þessu landi verið
áliættusöm, nema því að eins að áveita fylgi, sem hefir tryggt
vatn, jafnvel á þeim tímunx þegar langvinnir þurrkar eru.
Við framræslu til txinræktar þarf landið að standa franxræst
og brotið fleiri ár, áður en ræktun hefst, og undantekningar-
laust ber að forrækta landið meðan breytingar þær fara
fraixx, er bætt geta rakaskilyrðin.
I mörgum af svarðar- og veltutorfsmýrum hér á landi geta
rætur jurtanna ekki greinzt til venjulegar dýptar vegna súr-
efnisskorts og áhrifa frá inoldsýrum jarðvegsins. Þetta veldur
því tvennu, að þær ná næringarefiium sínunx xir mjög tak-
nxörkuðu jarði-ými, og að þær ná ekki til þess vatns, sem þeim
er nauðsynlegt vegna næringartökunnar. Það eru þessi atriði,
senx oft eru til staðar á landi, sem hefir fengið lélega yfir-