Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 39
BÚFRÆÐINGURINN
35
borðsvinnslu, þegar fyrsta sáðárið á nýræstu landi heppnast
ágætlega en sáðsléttan rýrnar á öðru og þriðja sáðári.
Þykk, grófgerð sand- og vikurlög í mýrum geta haft þau
áhrif, séu þau grunnt í jörð, að þau slíta vatnsrás hárpípu-
vatnsins milli neðri og efri jarðlaga, og getur það valdið of-
þörnun. Með þeim undantekningum, sem hér er getið, er það
almenn reynsla hér á landi, að djúpræslan gefur beztar verk-
anir við framræslu mýranna.
Um framræsluþörf nhsmunandi tegunda, sem ræktaðar eru,
skal sérstaklega á það hent, að eigi að nota landið til korn-
eða fræræktar, er nauðsynlegt að betur sér ræst heldur en ef
sömu tegundir eru ræktaðar til grænfóðurs eða heyöflunar.
Það má ennfremur alltaf ganga lit frá, að þær plöntutegundir,
sem hafa djúpgengar rætur eins og ýmsar garðjurtir, t. d.
rótarávextir og trjágróður, geri kröfur til dýpri ræslu heldur
en fóðurjurtir af gras og ertublómaættinni.
Það er ástæða til að athuga í sambandi við framræslu-
þörfina, að grunnvatnsstaðcin á að vera tægst í jarðveginum
á því tímabili, sem gróðurinn er ekki í vexti.
Það getur því verið ástæða til að haga framræslunni þannig,
að hægt sé að hæklca grunnvatnsstöðuna, ef sumarhitar eru
miklir og þurrkar verða langvinnir.
Auk þess að athuga hina beinu framræsluþörf, getur verið
ástæða lil að athuga með hverjum hætli er hægt að fyrir-
byggja kalhættu, sem orsakast stundum af köldu leysingar-
vatni.
Á hrotnu landi, plægðu eða herfuðu, er dæmt um framræslu-
þörfina el'tir útliti jarðvegsins. Þar sést greinilega fyrir vatns-
sjúku hlettunum, því jarðvegurinn er þar dekkri og regn-
vatnið sígur seint hiður. Við plægingu klessist grunnflötur
l'lógstrengsins við endurplægingu lands, og jarðvegurinn verð-
ur þungur í vinnslu.
Á ræktuðu landi getur útlit jarðvegsins að nýafstaðinni úr-
komu Jíka gefið góðar bendingar um framræsluþörfina. Hann
er jafnvel á sólríkum dögum kaldur. Úrkomuvatn sígur seint
niður. Eftir sólheita daga leggst vatnsgufumóða yi'ir hin jarð-
röku svæði. Bezti leiðarvísir um framræsluþörfina er gróður-
inn. Útlit þess nytjagróðurs, sem í landinu vex og breytingar
a hlutfallinu milli sáðgresistegundanna innbyrðis, sem sáð
Var í landið. Þegar lengra líður, koma fram aðfluttar gróður-