Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 41
BÚFRÆÐINGURINN
37
B. Undirbúningsraimsóknir um tilhögun framræslu.
Oft er undirbúningur um framræsluna aðeins í þvi fólgin, að
endurbæta þarf áður gerð mannvirki, eða auka þarf þurrkun
landsins frá því, sem áður var. í öðru lagi hagar víða svo til, að
sjálfgerðir vatnsfarvegir frá náttúrunnar hendi hafa þurrkað stærri
eða minni landsvæði.
Á þessum stöðum takmarkast ákvörðun um fyrirkomulag þurrk-
unarinnar oft aðeins við, lwernig á að leiða burtu frá landinu að-
runnið yfirborðsvain, og að ákveða einstaka opna skurði eða lok-
ræsi, sem valin er lega og stefna þannig, að þurrkskurðirnir eða
lokræsin taki fyrir vatn það, er hinum of mikla jarðraka veldur.
Sé hið votlenda svæði samfellt, eða ef mýrar og flóar er tekið
til ræktunar, þá verður að leggja framræslukerfi á landið, þar sem
opnir skurðir og lokræsi eða opnir skurðir eingöngu verka saman
til að leiða vatnið burtu af þvi svæði, sem þeim er ætlað að þurrka.
Þegar flatarmál þessa lands skiptir fleiri ha er nauðsynlegt að
gerður sé uppdráttur af landinu. Uppdrættir þessir eru gerðir i
mælikvarða 1:2000—1:5000. Auk þess er nauðsynlegt til yfirlits
um aðstöðuna að hafa uppdrætti herforingjaráðsins i mælikvarða
1:50000 og 1:100000.
Uppdrættirnir eru með innlögðum hæðálinum, þar sem hæðar-
munur milli línanna er 0,50—2 metrar eftir hallaskilyrðum á land-
inu. Á frumteikningu eru áritaðir hæðatölum allir hæðapunktar
er teknir hafa verið til ákvörðunar legu hæðalínanna. Hæðamæl-
ingin er gerð á jafnhallandi landi, þannig, að hompunktar rétt-
hyrninga eru mældir inn, sem eru 20—50 metrar, og i einstökum til-
fellum 100 metrar á kant, en þar sem land er ójafnt með hæðum og
dældum, er mælipunktum hagað svo, að sem greinilegast sjáist á
uppdrællinum öll stórfelldari hæðaskil á landinu, og er i flestum
tilfellum réttara að leggja meiri áherzlu á, að þau komi greinilega
í ljós, heldur en að leggja reglulnindið linukerfi á landið, sem mæli-
punktarnir fylgi. Þvi flatlendara sem landið er því minni hæða-
mismunur er hafður milli tveggja nærlægra hæðalína. Ef meiri
hæðamunur er milli jafnhæðalinanna en 1 metri, er ástæða til að
á afrit uppdráttar, sem framræslukerfið er lagt inn á, séu áritaðir
þýðingarmestu hæðapunktar milli línanna.
1 öðru iagi er nauðsynlegt að hallamæla meðfram farvegum og
að fá jafnframt því yfirlit um vatnsstöðuhæð þeirra, hæði hvað hún
getur orðið hæst og lægst, auk venjulegrar vatnsstöðu. Hið sama
gildir skurði, sem komið getur til mála að nota, ef þeir eru á
landinu. Jafnframt er að gera sér grein fyrir því, verði farvegirnir
notaðir sem affall, hvort að þeir óbreyttir geta horið undan vatn
það, sem i þá kemur, svo fullnægjandi sé vegna framræslunnar.