Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 42
BÚFRÆÐINGURINN
38
Jafnframt l>vi scm rnæling landsins fer fram cr gerS athugun
á jaröveginum, dýpt hans og gerð, ennfremur hve hátt grunnvatnið
stendur, en þegar um mýrar og flóa er að ræða, fylgir það oft
yfirborði jarðvegsins.
Ef jarðboruu fer fram samhliða hæðamælingu eru kálar1) hins
fasta undirlags reiknaðir og færðir inn ásamt hæðatölunum.
Til þess að gera sér grein fyrir, Iwort hægt sé að nota jarðræsi,
þarf að grafa holur til fullrar ræsisdijptar á nokkrum stöðum á
svæðinu, en einnig má styðjast við athugun á því, sem upp kemur
á jarðbornum um leið og borunin fer fram.
Við ákvörðun um legu framræslukerfis geta komið til greina
tvær leiðir.
í fyrsta lagi á minni landsvæðum með reglubundnum halla-
skilyrðum, samhliða uppmælingu landsins að leggja aðalskurð-
línurnar strax inn á landið, hæla þær og hallamæla, en fullgera svo
eftir að uppdráttur er gerður um fyrirkomulag framræslunnar að
öðru leyti.
í öðru lagi að leggja framræslukerfið inn á uppdráttinn og eftir
lionurn að stinga út skurðlínurnar á landinu, og hallamæla þær eftir
að heildarfyrirkomulag framræslunnar þannig hefir verið afmarkað
á landinu.
Það má greina á milli frumdrátla að framkvœmdaáætlumim og
fnllnaðar áœtlana við undirbúning framræslu.
Frumdrættir eru gerðir á grundveili uppdrátta þeirra, sem að
framan er lýst, þar sem öll helztu áhrifaatriði eru rannsökuð til
grundvallar kostnaðaráætlun og verklýsingu. Þeim fylgir:
1. Uppdrátturinn i mælikvarða 1: 2000—5000 með innlögðu fyrir-
komulagi skurðakerfis.
2. Landlýsing og jarðvegslýsing með upplýsingum um öll þau
atriði, er áhrif geta hafl á kostnað verksins.
3. Skrá yfir meðaldýpt skurða, botnhalla ])eirra, hliðfláa, botn-
breidd og flutningsrými við þá vatnsstöðulækkun, sem krafizt er,
ásamt rýmisútreikningi á þeim. Lengd holræsa og gerð.
4. Sundurliðuð kostnaðaráætlun um verkið.
Fullnaðariippdrætlir og áætlanir eru gerðar eftir að fyrirkomu-
lag framræslukerfis hefir verið lagt með innmælingu kerfisins á
landið sjálft og eftir að nákvæmar mælingar hafa verið gerðar
á skurðakerfinu, hver skurðlína liæluð og hallamæld. Ákvarðanir
teknar um legu lokræsa og fjarlægð milli þeirra. Þeim fylgir:
1) Köte (dei>ilhæð) er liæð mælidcþils yfir grunnflöt mælikcrfisins,
en hæð á grunnfleti mælikerfis er annað livort miðuð við meðalhæð yfir
sjávarmál eða sett sem ákveðin hæð, valin af handahófi fyrir livert
mælikerfi.