Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 45
BÚFRÆÐINGURINN
41
urinn myndi fyrirstöður. Jafnframt verður með fyrirhleðslum að
tryggja, að valnið geti ekki tekið sér rás, þegar vöxtur kemur í það,
i þeim parti farvegarins, sem tekin er úr notkun við breytinguna.
Þá getur orðið nauðsynlegt í þeim farvegum, sem mikið bera
undir sig og með því hafa hækkað landið út frá framrennsli sínu,
að færa farveginn alveg úr stað, þannig, að framrennsli hans sé
gert þar sem landið er lægra, svo minni hætta sé af áflæði, eða
skipta vatrismagninu með skurðum, er liggja samhliða farvegin-
um, til að verja landið flæðihættu þegar vatnavextir eru.
Þegar ár mynda kvíslar á flötu landi, er liggja dreift og eru
grunnar, verður straumhraði þeirra lítill, svo botn þeirra hækkar.
Með þvi að stífla aukakvíslarnar og halda vatninu i þvi árfarinu,
er heinast og haganlegast fellur, er hægt að auka straumhraða
þess, svo minni hætta verður á að framburður hennar botnfalli og
minnki flutningsrými farvegarins. Við lögun farvega á ætið að vera
markmiðið, að ná straumlinu þeirra með sem jöfnustum halla og
heinum, eftir því sem við verður komið, og að straumdýpi sé mest
i miðlínu farvegarins.
2. Rýmkun og dýpkun vatnsfarvega.
Ef framangreindar aðgerðir ekki nægja eða farvegur vatnsins
er of litill, svo hann rúmar ekki vatnsmagn sitt við venjulega
vatnsstöðu eða ber ekki nógu hratt undan eftir vatnavexti, getur
orðið nauðsynlegt að auka rými haits og er þá sérstaklega að ræða
Um að auka vatnsdýpi hans, en breikkun er þá meira miðuð við
jöfnun farvegarins, svo straumstefna fáist sem beinust.
Til þess að straumstefna og framrennsli í farvegi fáist sem bezt
væri ákjósanlegast að geta haft lögun á þverskurðarfleti hans helm-
ing af reglulegum sexhyrningi, og að miðdepill hans væri á vatns-
borði i miðri straumlinu. En undir flestum kringumstæðum verður
hliðflái farvegarins of lítill, ef sú lögun væri valin. Venjulega verður
þvi að láta nægja að grafa miðlinu farvegarins dýpra, svo að botn-
inn halli frá báðum hliðum að henni, eftir að hliðfláa farvegarins
sleppir.
Ef um nokkur veruleg vatnsföll er að ræða verður þetta aðeins
framkvæmt með því að nota skurðgröfur við gröftinn.
Það er algengara við gerð og lögun farvega, að rými þeirra sé
miðað rúmlega við að þeir flytji venjulegt vatnsmagn viðkomandi
vatnsfalls, en að garðar séu settir meðfram bökkum þeirra, og í
þeirri fjarlægð frá þeim og með þeirri hæð, að bilið milli þeirra
rúmi þá vatnsborðshækkun, er á sér stað i vatnavöxtum. Verk sem
þessi framkvæmast því aðeins að undirbúningsrannsóknir og mæl-
Jngar hafi farið fram áður en þær eru gerðar.