Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 49
BÚFRÆÐINGURINN
45
niega ekki vera í nánd við garðstæðið og allra sizt farvegsmegin
við garðana. Sé ekki um því verðmætara land að ræða, er betra að
velja hámarksvatnsstöðuna minni en breidd framrennslisins meiri,
cn þó má dýptin ekki fara niður fyrir það mark, að framburður
setjist til milli garðanna. Sé um hallamikið land að ræða, kemur
ekki til greina að þrengja að farveginum, getur þá orðið að velja
legu garðstæðis lengra frá hinum venjulega farvegi vatnsins, en
lcggja garðana með minni halla heldur en farvegurinn hefir og ætti
hallinn helzt ekki i þeim tilfellum að fara yfir 1:300. Séu beygjur
á görðunum eiga þær að vera teknar í löngum sveig, vel boga-
dregnar.
Garðarnir eru hafðir með fláa farvegsmegin 1:2—1:3 en land-
megin 1:1%—1:2. Sé aðeins að ræða um áflæði af straumlygnu
vatni og hæð garða er litil, getur verið nægilegt að hafa fláann
1:1,25—1:1,5. Krónuhæð á að vera 0,30—0,50 m liærra en vatninu
er ættað að siga hæst. Breidd krónu fer eftir því, hve garður er
hár og hvernig efnið er, ef um stærri garða er að ræða, venjulega
frá 1—3 metrum, og verður að minnsta kosti að vera jöfn valns-
dýptinni, er á garðinum hvílir.
l>. Opnir skurðir.
Opnir skurðir, seni eru handgrafnir, liafa samsíðungslögun.
Venjulega hafa vélgrafnir skurðir þá lögun lílca, þó undan-
fekningar séu frá því, t. d. skurðir, gerðir með skurðgröfu,
seni hér á landi hefir verið notuð af sænskri gerð. Opnir
skurðir eru notaðir við framræslu, þar sem leiða þarf burtu
mikið vainsmagn, og til að taka móti yfirborðs vatni, t. d.
leysingarvatni.
1 ■ Iiliðflái opinna skurða.
Hliðflái opinna skurða er hlutfallið milli dýptarskurðsins
og lengdarinnar á linu, sem dregin er lárétt frá bakkabrún
hans að lóðlínu í mótum hliðflatar og botnflatar skurðsins.
Fláann er líka hægt að mæla í gráðum, og er þá gefið upp
gráðutal hornsins, sem myndast milli lóðlínunnar og hlið-
flatar skurðsins.
Við ákvörðun á fláa skurða almennt er ekki eingöngu tekið
tillit til jarðvegsins, hvort hann er laus eða íastur, heldur og
líka athugað, að lögun þverskurðarflatarins gei'i sem bezta
vatnsrennslisaðstöðu.
Vatnsliraðinn er að öðru jöfnu minni i skurðum með mikl-
mn fláa, breiðum botni og litlu vatnsdýpi heldur en í þeim