Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 50
46
BÚFRÆÐINGURINN
skurðum, þar sem fláinn er minni, botninn mjór og vatns-
dýpi meira. í þessum síðastnefndu verður snertiflötur vatns-
ins við botn og hliðar skurðsins minni. En á hlutfallinu milli
þess flatar, sem vatnið snertir á hliðum og botni skurðsins
og flatarmálsstærð þverskurðar vatnsins í honum, byg'gist að
nokkru hver hraði þess er, þ. e. a. s. vatnshraðinn eykst eftir
því sem þverskurðarflöturinn verður stærri í hlutföllum við
snertiflöt vatnsins við botn og hliðar skurðsins.
Hliðarfletir skurðanna þurfa að vera gerðir svo jafnir og
sléttir, sem unnt er að gera þá jarðvegsins vegna. Með því móti
minnkar núningsmótstaðan fyrir hið rennandi vatn og vatns-
hraðinn eykst. Af sömu ástæðu má aldrei láta gróður festast
í þeim hluta af rými skurðsins, sem ætlaður er til að flytja
venjulegt vatnsrennsli hans. (Sjá ennfremur undir E 1—4).
2. Botnhalli skurða.
Við ákvörðun á botnhalla skurðanna er æskilegast að ná
honum sem jöfnustum, án þess þó að á skurðinn séu gerðar
krappar eða óþarfar beygjur, eða dýpt hans í mishæðum
verði svo mikil, að rými uppgraftar aukist verulega.
Þó æskilegt verði að telja, að halli botnlínunnar aulcist frú
npptökum til útfalls skurðar, verður því ekki alltaf við komið,
en mjög eykur það viðhald skurðanna, ef hallaskilyrðin eru
þannig, að ekki verði hjá því komizt að hallinn minnki á
neðri hluta skurðs. Þegar haílinn minnkar tapar vatnið hraða
sínnm og föst jarðefni, sandur og leireðja, sem með því berast,
einkum í leysingum, setjast þá til i neðri hluta slcurðsins.
Hallinn hefir þau áhrif á vatnshraðann í skurði, að hraði
þess vex eða minnkar með kvaðratrótinni af hæðamismunin-
um á allri lengdarlínunni á botnfleti skurðsins, t. d. þarf því
til að tvöfalda vatnshraða í skurði, þar sem allri annari áhrifa-
aðstöðu á hann er haldið óbreyttri, að fjórfalda halla skurðs-
ins. Með því að tvöfalda hraðann er hægt að minnka þver-
skurðarflöt skurðar um helming án þess það breyti vatnsmagni
því, sem hann rúmar til flutnings.
Ef skörp hallaskil eru á skurðlínu frá meiri til mirini halla,
getur verið ástæða til að hafa stall á botnlínu skurðsins og
er þá botninn tryggður með grjóti neðan við og þrepið, sem
vatnið fellur fram af, svo og botnflöturinn nokkuð upp fyrir
þann stað, sem vatnið fellur fram af.