Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 51
BÚFRÆÐINGURINN
47
I. mynd a. Grjótlagður botnflölur mcð stöllum.
3. Vatnshraðinn.
Vatnshraðinn í meginhluta allra vatnsfalla hér á landi er
tiltölulega mikill og misjafn frá upptökum til ósa. Bera þau
því með sér jarðefni er þau nema úr bökkum sínum og rífa
lir botni, ef íarvegurinn þá ekki er í föstu bergi.
Það má gera ráð fyrri, að vatnið beri með sér við 0,2 m/sek.
meðalvatnshraða fínan vikur og lausan og þurran leir:
við 0,45 m/sek. sand og lausa mold
— 0,94 — möl, sem er 2,6 cm í þvermál
— 1,57 — — — - 5,2-------—
— 2,20 — steina — - 20,0----------—
Þegar straumhraðinn er gfir 1,5 metra fer vatnið að rífa
t'ir bökknm sínum í mýrarjarðvegi, þó um minni vatnsföll sé
að ræða.
Við ákvörðun á halla skurða kemur til greina á hallandi
landi, hvern hámarksbotnhalla má láta skurðinn hafa, svo
vatnið grafi ekki liliðar hans. Fer það eftir festu jarðvegsins
og vatnsmagninu. Ekki má almennt telja ráðlegt að hallinn
sé meiri en svo, að meðalhraði vatnsins við venjulega vatns-
stöðu sé:
í mýrarjarðvegi ........ 1,5 metrar./sek.
- leirjörð ............. 1,0 ----
- moldarjarðvegi ....... 0,5 ----
- sandjarðvegi ......... 0,5 ----
Þar sem land er hallalítið kemur oft fyrir, að nægjast verður
með takmarkaðan vatnshraða til þess nægileg vatnsborðs-
lækkun náist, því hallinn er þá tekinn til að auka dýptina.
Því fylgir alltaf sfi áhætta, að leðja setjist í skurðbotninn,
°g er því meiri hætta á því sem vatnsmagnið er minna, enda
kemur þá líka bætt aðstaða til þess að gróður festi rætur í
botninum og hindri framrennslið. Það ætti ekki að saka þó