Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 55
BUFRÆÐINGURINN
51
Við ákvörðun á stærð skurða verður ætíð að gæta þess, að
meðalvatnsstaffa i skurffinum sé alls staffar lægri en innrennsli í að-
liggjandi skurði, er hann tekur móti vatni frá, eða sú vatnsstaða,
sem ætlazt er til að grunnvatnið hafi, ef skurðurinn er þurrk-
skurður fyrir landið öðru livoru megin eða til beggja liliða.
D. Gröftur skurða.
Opna skurði er langalgengast að grafa með handafli. Gerðar
hafa verið tilraunir ú þrem stöðum hér á landi að framkvæma
gröft minni skurða með sprengiefni. Stærri skurði verður
að grafa með vélum, sérstaklega þar sem jarðvegur er þannig,
að hann ekki verður grafinn með handverkfærum.
1. Handgrafnir skurðir.
Við gröft skurða með handverkfær.um er nauðsynlegt að
hafa góðar og vel beittar stunguskóflur, kastkvíslar með
frekar stuttum álmum og mokstursskóflur og eru beztar til
þess venjulegar malarskóflur, sem notaðar eru við vegagerð.
Hakar, l'leygar og járnltarl eru nauðsynleg áhöld ef um malar-
jarðveg er að ræða eða skurðir er grafnir i frosti.
Þá er nauðsynlegt að hafa fláamót. Er einfaldast að búa
það til á þann hátt, að endar tveggja renninga úr borðviði eru
lauslega tengdir með einum nagla. Öðrum renningnum er stillt
lárétt og mæld frá enda hans lengd sú, sem gildistala fláans
ákveður, t. d. 0,5, 0,75, 1,0, 1,5 m. eftir þvi hver fláinn er. Við
cnda hinnar afmældu lengdar er seltur nagli og í hann lóð-
snúra og er sett merki á hana í 1 metra lengd frá naglanum.
Þá er hinn renningurinn færður þar til merkið á lóðsnúrunni
nemur við neðri brún hans, og eru þá samskeyttu endarnir
negldir fastir með þverspýtu yfir horn mótsins. Jafnframt er
ínerki sett á skárenninginn, sem lóðsnúran nemur við þegar
efri renningurinn er i láréttri stöðu og hefir þá neðri brún
sltárenningsins þann fláa, sem mótið er gert fyrir. Ágætt er
nð hafa á því lítinn hallamæli (Vaterpasse).
Miðlínu skurðs verður að stinga nákvæmlega út, og tryggja
sér, að allir mælihælar falli inn í línuna. Þá fyrst má mæla
út frá mælihæl hálfa hreidd skurðsins, sem upp er gefin fyrir
viðkomandi hæl í hæðatöflunni, og er hún strengd eftir lcant-
]'nu skurðsins heggja megin. Þá hefst fyrirstungan og verður
]'un að vera gerð nákvæmlega eftir mælingunni, en stungu-