Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 56
52
B Ú F R Æ ÐINGURINN
skófian má ekki víkja snúrunni lil hliðar, því þá fæst ekki
réttur kantur. Eins er sjálfsagt að beita stunguskóflunni þann-
ig, að fyrirstungan hal'a réttan fláa. Sami maður eða sömu
menn ættu að stinga fyrir hverri stungu slcurðsins, því sé
fláanum strax náð réttum og fyrirstungan er vandvirknis-
lega gerð og fláamál er notað til öryggis, þá eiga allar endur-
bætur að vera ónauðsynlegar. Og þegar svo djúpt er komið, að
skurðurinn hefir i'engið rétta botnbreidd, þá á, ef flái hans
hefir verið tekinn réttur, að vera sjálfgel'ið, að botnhallinn og
dýptin er hin rétta.
Sé þess ekki kostur, að framkvæmdar séu mælingar og út-
reikningur á grundvelli þeirra gerður um gröft skurða, má
slyðjast við aðferð, sem í daglegu máli er kallað að flísn fyrir
skurði. Það má gera á eftirfarandi hátt:
Eftir að skurðlínan hefir verið stungin út með línustöng-
um, þá eru ákveðnir þeir punktar í skurðlínunni, þar sem
botnhalli skurðsins breytist, ef sýnilegt þykir, að hann geti
ekki haft jafnan halla á allri lengd sinni. Þá er dýpt skurðsins
ákveðin í báða enda þess liluta hans, sem hefir jafnan halla,
eða þá í annan endann og svo á þeim stað í linunni, þar sem
eftir yfirborði landsins má gera ráð fyrir, að skurðdýptin
verði minnst. Og er j)á miðað við það lágmark á dýpt hans,
sem nauðsynlegt er að hann hafi.
Séu skurðdýptirnar á þessum tveim stöðum táknaðar með di
og (ú og frá jarðvegsyfirborði við di er mæld hæð, er við
köllum hi — hve hátt það er, má fara eftir vild —- þá er í d^
mæld á línustönginni hæðin I12, sem á að vera jöfn mismun-
inum á di + ln og ds. Þá er: di + hi -1- da = I12 eða með
öðrum orðum, að dt + hi = d^ + h» (t. d. skurður, sem er
í di 1,20 m og í d2 1,0 m, þá er mælt á línustönginni
við d, 0,80 m, en við d^ 1,0 m; því 1,20 + 0,80 = 1,0 + 1,0 =
2 metrar). Eru hæðirnar merktar í di og d 2 á línustöngununi
með þverflísum, sem festar eru lárétt og nær mælingin að
el'ri brún þeirra. l>á er fenc/in bein sigtilina eftir þessum flis-
um, sem fylgir hallalínu hins fyrirhugaða skurðbotns, og er
alls staðar í jafnri hæð yl'ir honum og er hún táknuð með H.
Þá er tekin sigtihæð eftir efri brún flísanna og þverflísar
settar á mælistengurnar í öllum punktum, er nauðsyn þykir
til að ákveða í skurðlínunni á þessari vegarlengd.
Þá er mælt frá hverri þverflís lil jarðar og mismunur þeirrar
i