Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 57
BÚFRÆÐINGURINN
53
hæðar og H er þá skurðdýptin i viðkomandi punkti. H -f- h» ==
ds; H -f- I14 = di o. s. i'rv.
Með því að hafa venjulegt hallamót (vaterpasse) og taka
fyrsl lárétta siglilínu áður en hæðin h2 er ákveðin, er hægt
að gefa botnlinu skurðsins fyrir fram ákveðinn halla, er þá
dýpt skurðsins aðeins fyrir fram ákveðin í öðrum enda-
punktinum en fundin í hinum eltir likingunni
di -f- hi -f- I12 = d^
og er þá venjulega dýptarákvörðunin tekin á punktinum i út-
falli skurðsins.
Þegar síðan er búið að reikna út breidd skurðs að ofan,
ákveða botnbreidd og hliðfláa, eru allar stærðir fengnar til
að grafa skurðinn eins og mælt hefir verið fyrir honum.
Við gröftinn er svo gott að hafa þverflís á mælistöng, sem er
jafn löng og H liefir verið ákveðið við mælinguna. Með því að
láta halda henni lóðréttri á hotni skurðsins og færa hana
áfram eftir skurðbotninum um leið og gral'ið er, fæst boln-
hæðin rélt þegar flís hennar ber við flísar föstu punktanna,
er mældir hafa verið.
Ef margir menn vinna við gröft á sama skurði, skipta þeir
sér á stúngurnar, en taka skurðinn i skipulegum færum,
sem verða mismunandi langar eftir því hve margir vinna,
Ef fáir menn vinna eru færurnar hafðar stuttar, og hver
læra tekin niður undir botni, áður en hyrjað er á annari.
Ef um störa skurði er að ræða er sjálísagt að kasta stung-
Unni af kvíslum og við fyrstu og aðra stungu kasta tveir
menn frá þremur, sem stinga. Er efstu stungunum kastað sem
lengst, til að minnka tilfærslu á skurðbakka og létta fyrir
dreifingu ruðningsins.