Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 59
BUFRÆÐINGURINN
55
draga þau til hliðar lit fyrir bakka skurðsins. Ef þessara tækja
er ekki kostur, verður að búta stykkin með hökum og tveir
menn eða einn, eftir atvikum, fleygja þeim upp á bakkann.
Þegar farið er að nálgast hina brún skurðsins, þá er dýpkuð
kantraufin og eftir það má beita fleygunum án þess að miklar
ójöfnur verði á skurðbrúninni.
Sé unnið i miklu frosti, má helzt ekki taka lengri færur
en vinnast daglangt, en fleyga má klakann ofan af sundur,
sé hann ekki færður úr skurðinum. Þá má stinga grasrót
oían af skurðinum áður en frost kemur eða plægja, og láta
hnausa eða plógstrengi liggja, ef ekki er mikið vatn í skurð-
stæði, því þó frost komi síðar er auðvelt að ná hnaus-
unum sundur meðan frost er ekki komið mikið í undir-
lagið.
Stærri skurði má plægja, en til þess að fá réttan fláa á
hliðar skurðsins, má plægingin ekki alveg ná yfir alla breidd
hans. Er stungið fyrir brúnum hans áður eða eftir, á sama
hátt og fyrr er getið.
í skurðhliðar niður að vatnsborði er gott að sá grasfræi. Það
tryggir hliðar hans gegn áhrifum frosts, og auðveldar viðhald
skurðanna. Sáningin er oftast framkvæmd á fyrsta ári eftir
að skurður hefir verið gerður. Yfirborð hliðanna er losað með
járnhrífu og grasfræinu sáð sem jafnast. Tilbúnum áburði
dreift yfir á eftir. Með fjöl eða skóflu er yfirborðinu þjappað
saman, svo grasfræið nái til þess raka, er það þarf til spír-
unar. Ef gróður festir rætur í botni skurðsins eða hliðum,
neðan við venjulega vatnsborðslínu, við sáninguna, er hann
eyðilagður, og afrennslisrými skurðsins við venjulega vatns-
stöðu alltaf haldið hreinu og gróðurlausu.
Ruðning verður að færa af bökkum svo vel, að landinu
frekar halli að skurði heldur en frá, nema því að eins að
skurður liggi meðfram hæstu hlið landsins, sem hann verkar
fyrir. Er það gert með handafli, liestareku eða með því, að
lierfa ruðninginn og draga hann lil með trégrind, sem hestum
eða dráttarvél er beitt fyrir. Ef um l'ramræslu svarðarmýra
er að ræða, getur komið til greina að brenna ruðningana,
og er þá kveikt i þeim með því, að hella olíu í þurra hnausa
með jöfnu millibili. Má gera þetta því að eins, að fjarri
liggi byggð, svo eldhætta stafi ekki frá því. Þá getur og komið
i