Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 69
BÚFRÆÐINGURINN
65
greiðari. Leitazt skal við að velja þeim legu svo að liallinn á
allri lengd þeirra sé sem jafnastur, að ekki þurfi að gera skurð-
ina misdjúpa. Það veldur mismun á því, hve mikla þurrkun
jarðvegurinn fær og af því leiðir aftur ójafn vöxtur og þroski
á þeim gróðri, sem i landinu vex. Gildir þvi um þetta atriði
hið sama, hvort landið er ræst með opnum skurðum eða
lokræsum. Það liefir alveg sérstaka þýðingu á Icornræktar-
landi, að þetta atriði sé tekið til greina, því með því eru, hvað
þessu ræktunaratriði viðvíkur, sköpuð skilyrði til jafnrar
þroskunar gróðursins á svæðinu.
Bezt er að opnir þurrkslcurðir komi þvert á viðtökuskurði
þá, sem þeir liggja til. Ber sérstaklega vegna vinnslu landsins
að forðast að skurðirnir mætist i kröppum hornum.
Dýpt þurrkskurðanna þarf að vera frá 1,20—1,40 metrar,
þar sem jarðvegsdýpt er næg til þess, en ef fast undirlag eða
vatnsleiðandi lag er í slcurðstæðinu áður en þeirri dýpt er náð,
er jafnaðarlega nægilegt að grafa niður að því.
Iíliðflái skurðanna í samfelldri mýrarjörð er nægilegur 1:0,5
ef skurðirnir fara ekki mikið yfir metra á dýpt, og í grunn-
um mýrum hefir gefizt vel að hafa fláann jafnvel 1:0,25 í
skurðum, sem eru aðeins 70—90 cm djúpir. í djúpum þurrk-
skurðum er ráðlegt að fláinn sé 1:0,75 og jafnvel meiri, þar
sem jarðvegur er laus.
Undir l'lestum skilyrðum fá skurðirnir nægilegt flutnings-
rými með 0,30 metra botnbreidd, en þar sem uppgönguvatn
er, getur verið ástæða til að hafa botnbreiddina meiri.
Fjarlægðin fer mjög eftir því, hvernig staðhættir eru, þó
má taka það fram, að venjulega má hafa fjarlægðina meiri
eftir því sem skurðirnir eru dýpri.
Vitanlega ræður hér jarðlagið miklu um, hvernig það leiðir
vatnið. Reynslan sýnir að i mýrum næst í mörgum tilfellum
ekki sæmileg ræsla á landið með meiri fjarlægð en 20 metrum,
en þó liafa mýrar i öðrum tilfellum fengið góða þurrkun þó
haft væri 40—60 metrar milli opinna þurrkskurða.
5. Vatnsrennur.
Á hallalitlu landi, sem lokræst hefir verið eða fengið
ræslu frá djúpum opnum skurðum, er gerþurrkað hafa stærra
svæði, er oft erl’itt að fá þá jöfnun á landið, að ekki standi
á því yfirborðsvatn, t. d. í Ieysingum og þegar miklar úrkomur
5