Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 74
70
BÚFRÆÐINGURINN
I þurrviðrasveitum norðanlands má fjarlægð milli ræsa
vera allt að 5 metrum meiri fyrir liverja jarðtegund.
Við ákvörðun á fjarlægð milli lokræsa í mýrarjarðvegi,
getur verið nokkur stuðningur að nota eftirfarandi aðferð
til útreiknings á fjarlægðum, er hann byggður á rannsólcn-
um Coldings.
þar sem M táknar bilið milli tveggja samhliða ræsa. D er
dýpt ræsisins, eins og hún er ákveðin, d er hæsta leyfilega
grunnvatnsstaða, undir yfirhorði landsins milli ræsanna, v er
niðursig valnsins í viðkomandi jarðvegi, reiknað í metrum á
sólarhring, og r er afrennslismagnið, reiknað sem hæð vatns-
lagsins á ha í metrum á sólarhring, og má reikna það 5—7
m/m í þurrviðrasamari héruðum landsins, en sunnanlands
8—10 m/m.
4. Botnhalli.
Við ákvörðun um botnhalla lokræsanna er sérstaklega að
gæta þess, að hann fari ekki niður fyrir það lágmark, sem
nauðsynlegt er til þess að vatnið, sem í ræsunum rennur, hafi
þann hraða, sem til þess þarf að útiloka l)otnfall þeirra föstu
cfna, er ætið berast inn í ræsið með jarðvatninu. Fer það
eftir því, úr hverju efni rennan er gerð, sem leiðir vatnið.
Því hrjúfari sein snertiflötur vatnsins er við hotn og hliðarflöt
ræsisins, því meiri verður mótstaðan gegn fallinu, og þarf því
aukinn halla til að ná sama liraða og í ræsi með sléttum píj>-
um. Jarðræsi og grjótræsi þurfa meiri botnhalla heldur en
pípuræsi. Trépípurnar þurfa meiri halla heldur en brenndar
leirpípur, ítalitpípur eða cementssteypupípur. Ef trépípurnar
eru sívalar og innflötur þeirra er sléttur, er núningsmót-
staðan minni en í steinsteypupípum.
Það má gera ráð fyrir að öll hin l'íngerðari jarðefni botn-
l'alli ekki meðan vatnshraðinn í ræsinu er 0,16—0,20 m/sek.,
en þó má gera ráð fyrir, að hraði vatnsins í ræsunum þurfi
jafnvel að vera meiri til að grófur leir og sandur eða úr-
felld járnsambönd skolist burtu. Þar sem gera má ráð fyrir,
að þau efni berist í ræsin, þarf liraði vatnsins að vera frá
0,30—0,60 m/sek. Lágmarks botnhalli pípuræsa verður þvi