Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 81
BÚFRÆÐINGURINN
77
af grófri gerð. Á endastykkið er skrúfaður járngormur af
gildleika, er fylli allt að því út í lireidd ræsisins. Hreinsun ræsis
þarf að fara fram á þeim tíma, þegar vatnsrennsli þess er sem
Mest, skolast þá rauðinn auðveldlega út.
2. Grjótræsi.
G,rjótræsi hafa verið tiltölulega lítið notuð hin síðari ár.
Ástæðan fyrir því er sú, að ending þeirra er elcki góð, nema
serstaklega sé vandað til ræsagerðarinnar og að jarðvegurinn,
°g þá sérstaklega holnlag ræsisins, sé þétt. Ef flytja þarf
grjótið að lengri leið, verða þau dýr, svo að þau á venjulegum
fínium eru jafnvel kostnaðarsamari lieldur en tréræsi.
Bezt er aðstaðan til að gera grjótræsi í þeim jarðvegi, þar
sem ræsisbotninn er á föstu undirlagi, móhellu, föstum sandi
eða möl. Ef grjóti’æsi eru gerð í mýrar- eða moldarjarðvegi,
verða þau að grafast það djúpt, að hægt sé að grjótleggja botn
þess áður en ræsið sjálft er lagt.
Hve breitt ræsið er grafið fer eftir hvernig grjótið er, sem
notað er, og hve mikið vatnsmagn ræsið þarf að flytja. Ræsið
þarf að vera því breiðara sem grjótið er stærra. Hæfileg hreidd
er frá 40—60 cm, og eru þau grafin án fláa, ef jarðvegurinn er
ekki því lausari. Rofið er allt lálið á annan bakkann en grjótið
á hinn.
Gi-jótræsi eru gerð með tvennum hætti, annað hvort sem
steinrenna, þar sem lögð er steinröð meðfram háðum hlið-
um ræsisins, eftir að botn þess hafir verið tryggður ef með
þarf, og verður þá að gæta þess, að hliðarsteinarnir séu stöðugir
u undirlaginu, áður en þalcsteinarnir eru felldir yfir rennuna,