Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 82
78
BÚFRÆÐINGURINN
eða þau eru gerð sem malarræsi, þar sem grjótinu er raðað svo,
að óreglulegir vatnsgangar myndist milli steinanna í ræsinu.
Verða þá minnst þrír steinar að liggja samliliða í bolni ræsis-
ins, og þannig eru lögð 3—4 lög hvert ofan á annað, en smá-
steinar og möl, sem er höfð gróf, sett ofan á. Þarf grjótlagið
að vera 40—60 cm. Grjótlagið má vera því þynnra, sem halli
ræsisins er meiri, og vatnið minna. Hentugast er að stærð
grjóts sé sem jöfnust, steinarnir 5—10 cm i þvermál, og bezt
er að grjótið sé vatnsorfnir hnullungar.
í efstu lögin er ekki ástæða til að raða grjótinu. Þessi gerð
endist ekki eins vel og steinrennur, ef vel er frá þeiin gengið,
og þegar sú gerð ræsis er notuð, skal á sama hátt og í malar-
ræsunuin fyllt smá grjóti og möl yfir rennuna til þess að vatn,
sein sígur til ræsisins, geti leiðzt yfir rennuna. Þess betur
tekur ræsið móti vatninu.
Þekja þarf yfir, þegar búið er að leggja grjótið, annað hvort
með torfi, sem skorið er upp við ræsið, ef það er gert í órækt-
aðri jörð, eða grasrótin ofan af er notuð til þess. Bezt er að
grasrótin snúi niður. Við fylling ræsanna er þess sérstaklega
að gæta, að rofinu sé Jijappað saman og vel sé gert fyrir sig-
inu, svo ekki myndist renna yfir ræsin, er valdi ójöfnum á
landinu eftir að ræktunin er fullgerð.
3. Pípuræsi.
Hér á landi hafa pípuræsi verið lítið notuð vegna þess að
nolhæfar pípur til lokræsagerðar hafa enn eigi verið búnar til
hér, en flutningskostnaður á erlendum pípum verður of mikill,
einkum ef þær eiga að notast á stöðum, er liggja langt frá
hafnarstað.
Pípur til lokræsagerðar eru úr brenndum leir, cements-
steypu, cementsasbesti (Italit) eða trépípur. Brenndar leir-
pípur frá erlendum verksmiðjum eru venjulega 31,4 cm
langar og fást með mismunandi þvermáli frá 4—23 cm eða
1 —9". Þær eru jafnt afskornar fyrir enda án múffu, og
eru því lagðar með opnurn samskeytum.
Við innkaup á pípum skal þess gætt, að samstæðar pípur
séu af jafnri vídd og ógallaðar að lögun, beinar og op þeirra
nákvæmlega hringlagað, þykkt þeirra jöfn og að ekki séu
innbrenndir i þær steinar eða kalkstykki. Þær eiga að vera vel
hrenndar og ekki sprungnar. Hljómurinn á að vera skær, þegar