Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 83
BÚFRÆÐINGURINN
79
á þær er slegið, þá er brennslan góð. Að innan eiga þær að
vera sléttar, og það á ekki að vera hægt að rispa þær með
koparvír, þá eru þær of gljúpar og drekka í sig vatn, enda
gefur litur þeirra nokkrar upplýsingar um hörku þeirra.
Hauðar eða brúnleitar pípur eru endingarbetri en bleikar
pípur. í 100 metra leiðslu þarf, ef efni í pípunum er gott, 330
stykki, en af lakari efni 350 stykld.
Þvermál pípu cm .... 4 5 6,5 8 10 13 16
Veggþykkt m/m ........ 12 13 15 16 18 21 24
Meðalþyngd á 1000 píp-
um . .............. 950 1250 1750 2350 3200 4800 7000
Pípur, sem eru að þvermáli 16—23,5 cm, eru mjög dýrar,
enda aðeins notaðar í leiðslur, sem þurfa að flytja mikið
vatnsmagn.
Cementspipur eru því að eins nothæfar, að jarðvegurinn sé
laus við sýrur eða brennisteinssúr járnsambönd.
í mijrarjarðvegi koma þær ckki til greina, notkun þeirra
i<emur til greina þar, sem leggja þarf neðanjarðar affalls-
leiðslur, þar sem múra má saman samskeyti þeirra, því
venjulega molna þær frá endunum, en í slíkum leiðslum er
úægt að asfaltera pipurnar; þannig hafa þær verið notaðar
a nokkrum stöðum hér á landi. Steypuhlutföll í pípunum er
venjulega 1:5—1:8.
í Svíþjóð hafa verið búnar til lokræsapípur úr cements-
steypu, sem eru salthúðaðar og þola sýrur jarðvegsins, en þær
eru dýrar. og hafa ekki náð útbreiðslu annarsstaðar.
Pípugerðin í Reykjavík hefir steypt þær pípur, sem notaðar
liafa verið í affallsholræsi þau, sem gerð hafa verið á nokkr-
um stöðum sunnanlands.
Asbestscementspípur (Italitpípur) eru úr sama efni og þær
vatnsleiðslupípur, sem teknar liafa verið í notkun sem liita-
veitupípur til gróðurhúsanna hér á landi. Eru af verksmiðj-
unni gerð göt á hliðveggi pípunnar og að ofan, sem vatnið
leiðist um inn í leiðsluna. Þær eru búnar til af Turners
Asbestsos Cement Co. í Manchester og Johns Manville
Corporation í New York, einnig af Eternit S. A. í Belgíu og
8. A. Eternit í Genova. Þær eru seldar í stærðum frá 5—60
cm þvermáli og eru 3 og 4 metra langar. Þær þola
sýrur jarðvegsins, eru liitaeinangrandi, hafa litla vatns-