Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 84
«0
BÚFRÆÐINGURINN
rennslismótstöðu eða aðeins 1:5 niiðað við járnpípur. Þær
eru seldar í 6 styrkleikaflokkum. Þessar pípur verða dýrar,
fluttar erlendis frá, vegna flutningsgjaldanna, en hafa marga
kosti fram yfir aðrar leiðslur, einkum í styrkleilca. Þær festa
ekki í sér úrfelld efni úr jarðvatninu og eyðast ekki af því.
Trépípur hal'a verið búnar til í Noregi af sérstakri gerð. Til-
raunir með notkun þéirra byrjuðu 1926. Þær eru gerðar úr tré-
þynnum, ca. 1,7 m/m. Pípur þessar hafa 7 cm innanmál og
eru um 1 metri á lengd hver pípa. Þær eru gerðar í sérstakri
vél, þar sem járnsívalningur vefur um sig tréþynnuna, síðan
er hún fest saman á röðunum. I fljótu bragði virðist sem
þessar pípur muni ekki þola mikinn þrýsting, en svo hefir þó
reynzt, ef þess er gætt við lagningu þeirra, að þrýsta jarðveg-
inum vel að þeim til hliðanna, svo að þrýstingurinn lcomi sem
allra jafnast á þær öllu megin.
Gerð pípuræsanna. Ræsin er bezt að grafa á þann hátt, að
strengdar eru línur eftir lengd i’æsisins með 40—50 cm millibili
og stungið fyrir meðfram línunum. Fyrirstungan er gerð með
fláa og er mjög hæfilegt að fláinn sé 7:1. Fyrstu stungurnar eru
grafnar með venjulegri stunguskóflu og botnhallinn rétlur af,
þegar eftir er að gral'a 40 cm af dýpt ræSisins. Neðsta lagið er
tekið á sarna hátt og úr jarðræsum með ræsaspaða og botninn
jafnaður með ræsasköfunni. Bezt er að botnbreidd ræsisins sé
jöfn gildleika pipunnar, og.aldrei meira en 5 cm breiðari en
pípurnar, sem nota á. Ef ójöfnur eru í botninum eftir að hann
hefir verið skafinn nxeð ræsasköfunni, er hann þéttur með
ræsahnalli, sem er bezt útbúinn þannig: 60 cm langur steypu-
járnsívaningur, af sama gildleika og rennubotninn, er festur
á langt skaft úr miðju sívalningsins. Hægt er að nota tré-
sívalning. El' jarðvegur er misþéttur, getur verið nauðsynlegt
að þétta þá staði, sem lausir eru, með grófum sandi. Pípunum
er raðað meðfram öðrum bakkanum og lagðar í ræsið með
krókhaka á löngu skafti. Byrjað er að leggja frá efri enda
ræsisins og efri endi efstu pípunnar er lokaður með helluflís.
Endar pípanna eiga að jaðra i'ast saman, og endafletirnir
nákvæmlega að mætast. Ef einstöku pípur eru bognar eða ekki
rétt skornar fyrir enda, á bugðan að liggja til annarar hliðar
en ekki upp eða niður, og er þá bezt að velja saman tvær
bognar pípur og láta bugður þeirra snúa sína til hvorrar hliðar
í ræsinu.