Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 85
BÚFRÆÐINGURINN
81
Þar sem eitt pípuræsi tekur við vatni frá öðru ræsi, er
ræsið, sem við tekur, látið vera þeim mun dýpra sem svarar
þvermáli pípunnar í því, og eru höggvin göt, jafnstór á tvær
pípur, og þær felldar þannig saman. Ef hallamunur ræsanna
er lítill, þá er snið höggvið á endapipu ræsisins og það látið
leggjast að opi, sem gert er á viðtökupípuna eins ofarlega og
unnt er hallans vegna. Hægt er einnig að fá sérstakar t pípur
ti! að skeyta ræsin saman með.
Þar sem uppsprettuvaln kemur í skurðinn, verður að fylla
með smámöl eða grófum sandi í kringum pípurnar, sem liggja
að uppsprettunni. Þegar búið er að ganga frá pípunum, er úr
hliðum ræsisins felldur jarðvegur að pípunum beggja megin
°g þjappað niður með þeim, þó ekki ef jörðin er mjög leir-
kennd, þá þarf að fella að þeim mold úr ruðningnum, sem
minni hætta er á að loði svo saman að hindrist vatnsrásin
inn á milli endaflata pípnanna. Því næst er rofinu mokað i
skurðinn með varfærni, svo pípurnar ekki raski legu sinni.
Eezt er ef unnt er með hægu móti að fá grófan sand og fella
hann umhverfis pípurnar, ca. 20 cm lag yfir þær.
Séu pípuræsi lögð í mýrarjarðveg, þar sem undirlagið er
laust, er bezt að leggja pípurnar á grasþökurenninga, sem
þjappað er niður í ræsisbotninn eða í gróft sandlag, sem fyllir
ca. 10 cm undir pípurnar. Þarf ræsið að vera þeim mun dýpra.
Þar sem jarðvegur er laus, er bezt að nota vinkilbeygða járn-
pípu í staðinn fyrir krókhakann, og er pípunum raðað á aðra
álmuna, sem er 2—3 metra löng, og látin með hægð síga í
rennuna, og jarðvegur felldur að þeim áður en vinkiljárnið
er dregið út úr pípusamstæðunni.
Við enda pípuræsa skal hafa tréstokka eins og í jarðræsum,
svo frost eyðileggi þær elcki, séu þær úr hrenndum leir. Lílca
má nota steinrennu eða pípur, sem eru sérstaklega húðaðar,
svo þær þoli frostið.
Sá lágmarkshalli, sem ræsin mega hafa, fer eftir þvermáli
leiðslunnar. Til þess að vatnshraðinn nálgist að vera 0,20
lu/sek. þarf hallin að vera
á pípum með 4 cm þvermáli 0,36% eða 1:278
- — — 5 — — 0,25---- 1:400
- — — 6,5 — — 0,16-----1:625
- — — 8 — — 0,12-----1:833
- — — 10 — — 0,10-----------------------1:1000
6