Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 87
BUFRÆÐINGURINN
83
cm á breidd, eða þá a8 úr efri brún hliðborðanna eru teknir
tilsvarandi renningar nieð 30 cm millibili áður en þakborðið
er neglt á. Á öðrum hvorum stokk eru hliðborðin höfð lengri,
en á hinum botn og þakborð til að hœgt sé að skeyta renn-
urnar saman. Þegar búið er að leggja rennurnar í ræsið er
mosi eða lyng sett í.götin, sem vatnið sígur í gegnum, eða að
möl er felld niður með hliðunum sitt hvoru megin áður en
ræsið er fyllt. Ræsi þessi þarf að grafa með botnbreidd, sem
svarar til 20—30 cm eftir vídd rennunnar. Nauðsynlegt er að
viðurinn, sem notaður er, sé fúavarinn.
IV. Kostnaður við framræslu og vinnuþörf.
Við gröft opinna skurða fer það eítir jarðvegi og stærð
skurðanna, hve mikið verk fer til að grafa iiverja rúmmáls-
einingu.
Eftir jarðveginum mætti flokka verkþörfina þannig, og er
þá miðað við, að verkeining sé eitt dagsverk, er reiknast tíu
vinnustundir, án nokkurs frádráttar.
1) Jarðvegur, sem liægt er að stinga, og stungan heldur
sér svo að henni verði kastað upp á baltkann af kvísl. Verk-
magn, ef ruðningur er lagður á báða bakka, 16—18 m3.
2) Jarðvegur laus, en stunguhæfur, laus sandur er ekki
þarf að haka upp, leir sem verður stunginn, 12—20 ms.
3) Melajörð, er losa þarf með haka; grjót ekki stærra en
svo, að kasta má af skóflu, gróf möl og fastur leir, 8—15 m3.
4) Fastir leirmelar, laus móhella, grjót sem þarf að losa
»ieð járnum, án þess þó að þurfi að sprengja eða í'leyga,
6—12 m3.
5) Laust hraun, föst móhella og annar jarðvegur, er bæði
þarf að nota járn og fleyga við. Grjót er færa þarf úr skurð-
úm jneð steingálgum 5—10 m3.
6) Þar sem eru klappir, stórt grjót, er sprengja þarf, 0,75—
3 m3. Ennfremur má reikna með notkun af sprengiefni 0,15—
0,30 kg pr. m3 al' grjóti.
Samkvæmt þessu má áætla meðal dagsverk í opnum skurð-
11 m af mismunandi dýpt þannig:
1 0 Mcðal verkmagn m3
Svarðarmýri föst 1,0 m og grynnri..... 20,0
— 1—1,5 metra........... 18,0
— — 1,5 m. og dýpri....... 16,0