Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 88
84
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
Meðal verkmagn ms
Svarðarmýri laus 1,0 m og grynnri .... 18,0
— 1,0—1,5 ............... 16,0
— 1,5 og dýpri .......... 14,0
Moldarjörð og sendin jörð 1,0 m og grynnri 18,0
_ — — — 1,0—1,5 m .... 15,0
— — — 1,5 m og dýpri 12,0
Jarðvegur, sem þarf að haka upp....... 6—12
Hve mikil vinna fer til að fullgera lengdareiningu í lok-
ræsum fer eftir gerð þeirra, dýpt, og hvernig jarðvegur er.
Þær tölur, sem hér verða tilgreindar, eru iniðaðar við ræsi,
sem eru 1,20 metra djúp, og að aðfengið el'ni til ræsagerðar
sé á bakka þess. Meðaltal
Jarðræsi ......
Grjótræsi . .. .
Viðarræsi . .. .
Pípuræsi......
25 metra frá 20—40 m
8 — — 6—14 —
12 — — 8—20 —
20 — — 10—30 —
Það sem ennfremur verður að taka tillit til við útreikning
á kostnaði verks við gröft opinna skurða er dreifing ruðn-
ings, sem reikna má, sé honum dreift með handafli, að sé %
af verki því, sem fer til að grafa hann upp, minna ef lagt
er öðrum megin skurðar.
Ef afla þarf efnis til lokræsagerðar að, eins og hnausa til
lokunar í hnausræsum, grjóts og viðar í grjót- og malarræsum
og í viðarræsi, þá fer það eftir aðstöðu og vegalengd, er færa
þarf efnið til, og er því ekki unnt að gefa reglur til að ákveða
grundvöll að útreikningi á þeim hluta kostnaðar.
Verð á dagsverki, deilt með vinnuinagni þess, gefur í
opnu skurðunum hvað rúmmetri kostar og í lokræsum hvað
kostnaður verður á hvern lengdarmetra.
Það má gera ráð fyrir við framræslu á mýrum, að lengd
lokræsa sé alls á hvern ha frá 570—800 metrar eftir þvi hve
langt bil er hal't milli ræsa.
Hve mikið rými af opnum skurðum kæmi á lia fer mjög
eftir því, hve stórt svæði er ræst fram, og það getur verið
frá 100—900 m3, sem kæmi á hvern ha af opnum skurðum
við ræslu á samfelldum mýrarsvæðum.
Hér fer á eftir yfirlit um rýini skurða og lengd lokræsa,
reiknað á ha, á nokkrum stöðum við stærri framræslu til tún-