Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 89
BÚFRÆÐINGURINN
85
ræktar, er Búnaðarfélag íslands hefir haft umsjón með fram-
kvæmd á, þar sem notaðir hafa verið bæði opnir skurðir og
lokræsi við framræsluna. , ,
()])mr skuröir Lokræsi
ma m
1 .................. 196 128,5
2 .................. 107 108,0
3 .................. 103 237,5
4 .................. 117 237,5
5 .................. 200 489,3
Meðaltal 145 256,0
Aðeins á einum stað (nr. 5) er um samfellt mýrlendi að
ræða, en á hinum stöðunum öllum nær framræslan til þurr-
lendara lands líka, þar sem lokræslan ekki er samfelld, en
þar eru einstök ræsi lögð í landið, svo að á samfelldu mýr-
lendi má telja, að nr. 5 sé noklcur mælikvarði á framræslu,
þegar um stór fyrirtæki er að ræða (35—70 ha).
Þriðji kafli.
Um áveitur.
A. Þýðing' vatnsins fyrir gróðurinn.
Áveitur eru gerðar í þeim tilgangi að veita gróðrinum það
Vatnsmagn, er honum er þörf á við hin staðbundnu skilyrði
jarðvegs og veðurfars, þar sem hann vex. Með áveitum er því
i fyrsta lagi séð fyrir þeim vatnsauka, er þarf til að draga úr
akaðlegum áhrifum of lítillar úrkomu og óhagstæðri skiptingu
hennar yfir gróðrartímabilið.
í öðru lagi er aðaltakmarkið með áveitunum að færa jarð-
vegi og gróðri aukin verðmæt jurtanærandi efni. Hér á landi
verður vart greint á milli þessara tveggja höfuðmarkmiða
áveitanna, því að á einum stað vegur annað atriðið meira, en
liitt á öðrum, en í flestum tilfellum felst árangur áveitanna x
þessu hvorutveggja, auk annara veigaminni atriða.
f samræmi við þetta verður í eftirfarandi orðið áveitur
notað um þær ráðstafanir og framlcvæmdir, er miða til að hag-
nýta vatn til aukningar eftirtekju af vaxandi gróði'i.
Til áveitu verður hér því talið einnig, er vatn flæðir meira
eða minna reglubundið yfir nytjaland frá vatnsfarvegum,
i