Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 90
86
BÚFRÆÐINGURINN
annað tveggja í vatnavöxtum, eða fyrir uppistöðuáhrif sjávar-
falla, el' það verður með þeim hælti, að það geti haft áhrif
á eftirtekjumagn af landinu.
Þegar land verður fyrir áveitu af þessum ástæðum, er það
nefnt sjálfflæði, til aðgreiningar frá veitugerð þeirri, þar sem
þarf að gera sérstaka vatnsfarvegi til upj)töku vatnsins eða
aðrar ráðstafanir, t. d. að lyfta því með dæluin, og vatninu
er síðan veiit um landið í skurðum eða á annan hátt.
Við sjálfflæði þarf við i'lest skilyrði, þrátt fyrir sjálfgert
áflæði, að framkvæma sérstakar ráðstafanir til að hagnýta
vatnsmagnið, og þykir því ekki ástæða til að skilgreina það
frá hinni almennu veitugerð.
Áveitur er í daglegu máli notað í þrengri merkingu um það,
er vatni er veitt í skurðakerfi frá upptökustað yfir stærra
eða minna landssvæði og dreifing valnsins er framkvæmd
annað tveggja með láréttum fyrirstöðugörðum, flóSveita, eða
dreifingin er gerð með því nær láréttum rennum, sein ristar
eru í jarðveginn, seijtluveita.
Þá verður hér einnig talið til áveitanna ráðstafanir, sem
gerðar eru til hagnýtingar vatns til vökvunar, ekki aðeins
við ræktun fóðurjurtanna, heldurog líkaannarar gróðrarfram-
leiðslu, enda þótt það geti ekki talizt til áveitu í venjulegum
skilningi. Þar kemur til greina hækkun á stöðu heilnæms vatns
í jarðveginum, rótarvökvun, og dreifing vatns fyrir þrýsti-
áhrif vatnsins sjálí's, eða því er dreift með þrýstidælum, regn-
áveita.
Lokatakmarkið með notkun vatnsins er í ölluin hinum
nefndu tilfellum það sama, því krafan til árangursins er aukið
og bætt eftirtekjumagn, en leiðirnar að takinarkinu eru breyti-
legar eftir því, hvernig staðhættirnir eru.
í fyrsta kaflanum um almenn grundvallaratriði vatnsmiðlunar
er gerð nokkur grein fyrir þýðingu vatnsins fyrir nytjajurtirnar.
Af þvi, sem þar er sagt, er ljóst, að því meiri kröfur, sem gerðar
eru til eftirtekjumagns af hvcrri flatareiningu, því meiri er
vatnsnolkunin í heild yfir gróðrartimahilið. Þar sem meðal-
vatnsþörfin til framleiðslu af 1 kg af þurrefnismagni gróðurs-
ins er um 800 kg, þá er ljóst, að takmörkuð úrkoma um gróðrar-
tímabilið og óhagstæð skipting hennar getur valdið rýrri eftir-
tekju, jafnvel þó að öll önnur framleiðsluskilyrði á viðkomandi
svæði séu i bezta lagi. Þess vegna má telja, að áveitur eigi