Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 95
BÚFRÆÐINGURINN
91
Það er almenn skoðun, hvort sem um vetrar- eða voráveitur er
að ræða, að veita beri af vatninu strax og stöðug vorhlýindi eru
komin, því þá njóti gróðurinn betur sólarljóssins og hita lofts-
ins, sé engið án vatns.
Hin beinu áhrif sólarinnar eru hindruð meðan flóðveita stendur
yfir, en hitastig vatns i áveituhólfunum yfirslígur alltaf lofthitann
móti sól, að undanskildu þeim 4 klukkutímum, sem sól er hæst
á lofti. Áveita hitar þvi jarðveginn. Bæði mælingum á vatnshita
í áveituhólfum á Skeiðum og á jarðvegs- og lofthitanum til saman-
burðar, og rannsóknum Guðmundar Bárðarsonar, jarðfræðings, ber
saman um þetta atriði.
Rannsókn Guðmundar Bárðarsonar er gerð 10. júlí 1916. Þann
dag er hæglátt norðanveður með sólskini. Mældi hann hitann á
tveggja stunda l'resti. Var hitiiin þennan sólarhring eins og neðan-
greindar tölur sýna.
kl. 7 f.h 8 10 12 2 e.h. 4 6 9 12 4 f.h.
Lofthiti i skugga 6,8 7,4 9,5 10,7 11,5 10,2 8,4 6,8 6,2 5,3
Lofthiti móti sól 6,9 8,5 12,7 16,3 17,1 11,4 11,4 8,1 6,3 5,4
Hiti i flóðhólfi . . 10,4 10,8 12,1 14,9 16,5 15,4 14,4 13,1 12,5 10,9
Samkvæmt þessu er ljóst, að vatnið getur orðið hitagjafi fyrir
gróðurinn, þar sem vatnshitinn mestan tíma sólarhringsins liggur
hærra en lofthitinn. Þó uppgufunin frá áveituhólfunum sé ör og
við það bindist allmikill hiti, þá er þess að gæta, að uppgufunar-
fiöturinn liggur yfir grassverðinum svo, að kæling nær ekki niður
til jarðvegsins.
Það er þýðingarmikið atriði að geta lálið áveiturnar verka til
að hækka og koma jöfnuði á hitastig jarðvegsins. Sprettuhraði
starargróðursins er mjög hægur meðan jarðhitinn er litill. Eftirfar-
andi tölur um hæðamælingar á stör sýna, að í júni meðan jarð-
vegshitinn er innan við 3° G, þá er vöxturinn sáralítill, en i júli
þegar meðalhitinn er orðin 9,7°, þá verður sprettan örari, en
hættir i ágúst. En í byrjun ágúst var störin fullsprottin. Tölurnar
eru cm. ,lúní Júlí Ágúst
9. 15. 22. 29. 6. 13. 20. 27. 3. 10.
Áveita .............. 8,7 9,9 11,3 13,0 21,2 25,8 31,6 32,8 36,8 36,7
Áveitulaust ......... 6,7 7,5 8,4 9,0 11,5 12,7 15,6 17,0 17,2 17,4
Meðal jarðvegshili á landinu var
í júní.......... 2,9°
- Júli ........ 9,7°
- Ágúst ...... 10,0°
Þá er þess ennfremur að geta, að með áveitunum sléttast engin,
einkum ef vatnið ber mikið með sér af föstum efnum. Það eyðir