Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 102
98
BÚFRÆÐINGURINN
Samkvæmt þeim fáu efnagreiningum, er gerðar hafa verið
á vatni úr bergvatnsám hér á landi, skal tilfœrt meðaltal á
9 rannsóknum, teknum úr 8 vatnsföllum, sem flest eru notuð
til áveitu. Efnismagn verðmætra efna er reiknað í mgr á litra.
Köfnunarefni ............... 0,73
Fosforsýra ................ 1,81
Kalí ....................... 2,56
Kalk ....................... 12,49
Enginn verulegur rnunur er á efnismagni þessara vatns-
falla, þegar meðaltalstölur þeirra og jökulánna eru bornar sam-
an. Hins vegar er um mjög mikinn mismun að ræða á efnis-
magni vatnsins í hinum einstöku ám.
Yfirleitt má segja, að köfnunarefnismagnið sé þó ekki mjög
mismunandi. (Þegar undan er skilið vatnið úr Laxá í Þing-
eyjarsýslu, sem ekki er tekið með í þessu meðaltali). Það
liggur milli 0,27—0,93 mgr í litra. Fosforsýran sveiflar frá
0,21—5,20 mgr i lítra, en kalíið frá 0,96 upp í 3,74 mgr í lítra.
Kalkmagnið er mjög svipað í 6 af vatnsföllunum, en tvær
árnar eru sérstæðar, því kalltmagn þeirra er 5 sinnum meira
heidur en meðaltal hinna 6 sýnir.
Vatnið í Laxá í Þingeyjarsýslu er samkvæmt eldri efna-
greiningum sérstaklega auðugt að yerðmætum efnum. Rann-
sókn, er gerð var 1940, sýnir þó allverulegan mismun frá eldri
efnagreiningum. Efnarannsókn samkv. Efnarannsókn
Frumatr. jarðyrkju 1940
Köfnunarefni .. . 22,00 mgr í 1
Fosforsýra ......... 7,00 — - - 1,35
Kalí................ 3,10 — - - 1,35
Kalk .............. 11,00 — - - 19,50
Það er augljóst, að hið mikla lcöfnunarefnismagn hefir
mikla þýðingu til að auka nothæfi vatnsins til áveitu, enda má
segja, að ekki bregðist gras á þeim stöðum, er Laxá flæðir yfir.
3. Vatn frá stöðuvötnum.
Vatn frá stöðuvötnum flytur venjulega lítið með sér af
föstum efnum; þó að með yfirborðsvatni, sem í þau rennur,
berist föst smámulin jarðefni, botnfalla þau venjulega strax.
Sé vatnsdýpi lítið, og einkum ef vatnsflöturinn er stór, svo
stormbára ýfir botnflötinn, geta hin botnfelldu efni samlagazt