Búfræðingurinn - 01.01.1941, Side 103
BÚFRÆÐINGURINN
99
vatninu svo það verði gruggað, og á þeim dögum er það betra
til áveitu en ella.
Sé botngróður mikill og fiskigengd, má gera ráð fyrir, að
um betra vatn sé að ræða til áveitu heldur en úr þeim vötn-
um, þar sem hvorugt fyrirfinnst.
Notagildi stöðuvatna til áveitu fer þó aðallega eftir því, hve
mikið er af uppleystum verðmætum efnum í vatninu, en það
má telja því til gildis að venjulega er það hlýrra en rennandi
bergvatn og vatn úr jökulám.
Samkvæmt efnarannsóknum eru verðmæt steinefni í Mý-
vatni þessi:
Fosforsýra
Kalí......
Kalk ....
0,47 mg/1
1,10 —
19,00 —
Vatn til áveitu úr stöðuvötnum er fengið annað tveggja með
þeim hætti, að afrennsli þeirra er stíflað svo vatnsborð þeirra
hækkar svo flæði næst yfir land það, er lægst liggur í um-
hverfi þeirra, og getur því vatnsáhrifanna gajtt lengra en vatn
flæðir yfir, ef undirlagið er vatnsleiðandi og jarðvegurinn
gljúpur (sbr. áveitan frá Mývatni, sem starfrækt var um eitt
skeið).
Sé vatnið tekið upp með skurðum og leilt í þeim til lægri
svæða, er venjulega hægt að fá jafnt vatnsmagn án áhrifa frá
veðurfarinu, en vatnsmagnið og vatnsstöðuhæðin er meiri
breytingum undirorpin í ám og lækjum, og umráðin yfir nauð-
synlegu vatnsmagni því óvissari.
Flæðivatn sjóblandað.
Beint áflæði af óblönduðu sjávarvatni er ekki hægt að nota
til áveitu vegna skaðlegra áhrifa ýmsra efna vatnsins. Klór-
samböndin í sjávarseltunni eru skaðleg gróðrinum aulc þess,
sem þau spilla eðlisástandi jarðefnanna. Þar sem sjávarflæðin
hlandast aftur á móti bergvatni eða jölculvatni samhliða flæð-
11 m í árósa, þá gætir ekki hinna skaðlegu áhrifa á gróðurinn.
Oftast nær hefir þó notkun þessa vatns til langframa þau
ahrif á eðlisástand jarðvegsins, að hann þéttist, og verður
Því um of samfelldur og rakaheldinn. Við langvarandi þurrka
myndast skorpa í yfirborði lians svo loftáhrifin ná ekki niður
til rótkerfis jurtanna.