Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 104
100
BÚFRÆÐINGURINN
5. Hvera- og laugavatn.
Afrennsli frá hverum og laugum hefir meira af uppleyst-
um efnum en annað vatn, enda sést það greinilega á efna-
greiningum þeirra vatnsfalla, er afrennsli þeirra liggur til,
t. d. Varmá í Mosfellssveit, Laugaá í Bislcupstungum og Varmá
í Ölfusi. En aðalkostur þess er þó, hversu hlýtt það er, enda
er fenginn ágætur árangur af notkun þess til áveitu, t. d. í
Reykjahverfi i Þingeyjarsýslu.
6. Valn úr skólpleiðslum eða blandað öðrum úrgangsefnum.
Vatn úr skolpleiðslum, svo sem afrennslisvatn frá vatns-
salernum á sveitabýlum er hægt að hagnýta á minni bletti í
túnum til frjóvgunar og vökvunar, cf aðstaða er til að ná til
lækjarvatns til að blanda það með.
Afrennsli frá framræslukerfi i'æktaðs lands er oft efna-
auðugra en annað vatn og því notliæft til áveitu, sé það ekki
blandað neinum skaðlegum efnasamböndum, en oft eru í þvi
skaðleg járnsambönd.
Við hagnýtingu lælcja til áveitu á minni svæðum er liægt að
auka verðmætu efnin i vatninu með því að færa í þá og láta
þá bera fram áburðarauðug úrgangsefni, t. d. sauðataðs- og
svarðarösku úr gömlum haugum, rofmold eða öðru því, sem
áhurðargildi hefir.
Skilyrði þess að vatn sé gott til áveitu eru:
1) Að það innihaldi öll verðmætu jurtanærandi efnin.
2) Að efnainnihaldið al' föstum og upjileystum jurtanær-
andi efnum sé sem mest á þeim tímum árs, sem unnt er að
starfrækja áveituna.
3) Að vatnið innihaldi engin skaðleg efnasambönd fyrir
gróðurinn, og beri ekki með sér föst efni, er spilli eðlisástandi
þess lands, sein veitt er á.
4) Að vatnið sé hlýtt og að hitastig þess sé sein jafnast.
5) Að vatnið sé ekki dault. Þ. e. með öðrum orðum, að
það liafi á leið sinni tekið til sín súrefni loftins og sé ferskt
þegar það kemur á landið, sem veitt er á.