Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 108
104
BÚFRÆÐINGURINN
við straumveitu þurfi 35—40 lítr/sek. á ha, en sé aðeins um vökvun
að ræða er hægt að komast af með minna vatnsmagn.
Vatnstap fer fram bæði i aðfærsluskurðunum og svo við upp-
gufun og niðursig á gljúpu landi. Fyrsta árið, sem veitt var á á
Skeiðunum, lapaðist 41,8% af vatuinu i aðfærsluskurði, enda er
botn hans í hrauni. Við hotnfall föstu efnanna hefir botnlagið
þétzt, svo vatnstapið verður minna. En það má alltaf reikna með
töJuverðu vatnstapi á þenna hátt.
2. Landið, lega þess og gróðurfar.
Það byggist mjög á jarðtegundinni, legu landsins og halla þess,
og þá eigi síður á gróðurfarinu, hvort land er hæft lil áveitu í
náttúrlegu ásigkomulagi þess. Vissar ræktunarumbætur, aðrar en
notkun vatnsins, geta aukið hæfni þess til áveitu. Þar kemur fyrst
og fremst til greina framræslan. Um það atriði má segja, að sé
framræslan ekki fyrir hendi áður en áveita er framkvæmd, þá
cigi aldrei að veita á land nema því aðeins að séð sé fyrir, að fram-
ræsluþörf landsins og gróðursins sé fullnægt um leið.
Eðlisástand jarðvegsins og efnisleg samsetning hefir sína þýð-
ingu við val á þvi landi, sem til áveitu er tekið. Því meira sem
efnatökuafl jarðvegsins er og náttúrleg frjósemi hans, því betra
er landið til áveitu.
Sendin jörð þolir ekki uppistöðuáveitu nema því aðeins, að vatns-
dýpi í áveituhólfunum sé lítið og oft sé skipt um vatn yfir áveitu-
tímann og landið látið þorna á milli.
Leirjarðvegur er gagnstæður sandjarðveginum. Hann þolir bæði
meira vatnsdýpi og lengri áveilutíma án þess skipt sé um vatn,
Sé veitt á hann vatni, sem flytur mikið af föstum efnum, verður
leirjörðin oft þétt og samfeild. Til þess að auka loftrými lands-
ins er þvi vel gerð framræsla nauðsynleg.
Mýrarnar eru að mörgu leyti svipaðar leirjarðveginum, einkum
að því leyti, að þær verða súrar og kaldar ef framræsla ekki
fylgir áveitunni. Þær þola samfellda áveitu yfir lengra skeið um
dátíma jurtanna, en heppilegast er, að á vorinu sé skipt um vatn
öðru hvoru.
Lega landsins og halli ráða um það, hvort valin er flóðveitu-
eða seytluveituaðferðin, og oft er unnt að sameina i einu og sama
áveitukerfi hvom tveggja aðferðir.
Hentuguslu hallaskilyrði fyrir flóðveitu eru að landið sé jafnt
hallandi á einn veg og með sem minnstum aukahalla. Það má telja
hæpið að gera flóðveitu á landi, sem hefir meiri halla en 1:250,
en telja má að hentugustu hallaskilyrði séu 1:1000—1:2000. Sé
hallinn minni, vaxa örðugleikar með framræsluna. Sé notuð
seytluáveita má hallinn vera 1:200, og á því landi, sem liallinn er