Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 110
106
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
legi'i hallamælingu er breytt til uju legu, þar sem þurfa þykir,
svo þeir hafi réttan lialla. Að því loknu eru slcurðstæðin
lengdarmæld, merkt hæluin og hallamæld, athugun gerð á
jarðvegi og dýpt hans með jarðborun, og að síðustu uppdrátt-
urinn færður til samræmis við þær breytingar, sem gerðar
hafa verið.
1. Aðfærsluskiirðiirinn.
Aðfærsluskurður er sá skurður ltallaður, sexn leiðir vatn
til áveitu frá upptökustað þess við vatnsfallið, sem áveitan
er tekin frá, að landsvæði þvi, sem veitt er á.
Aðalaðfærsluskurður getur giæinzt í fleiri aukaskurði, ef
landslagi er þannig háttað, að ekki verður við komið að taka
vatnið beint úr honum til allra þeirra svæða, sem áveitan
nær til.
Aðalaðfærsluskurður þarf annars vegar að flytja sem mest
vatnsmagn, en verður hins vegar að leggjast með hlutfalls-
lega takmörkuðum lialla til þess að unnt sé að ná frá honum
vatni á sem stærst svæði. Þess verður þó að gæta, að vatns-
liraðinn í skurðinum verði svo mikill, að föstu efnin í vatn-
inu botnfalli ekki. Lágmai'kshallinn má ekki fara niður
fyrir það að meðalvatnshraðinn (v) sé >, 0,2 metr/sek.
Þá botnfellur sandurinn í honum, en hin fínmuldari stein-
efni, svo og hin léttari jarðefni, flytjast áfram með vatninu.
Það leiðir af sjálfu sér, að því meira vatnsmagn, sem skurð-
urinn flytur, því minni halla er hægt að komast af með, þar
sem vatnshraðinn (v) eykst með vatnsmagninu (Q). Hallinn
er mjög hæfilegur í minni skurðum 1:350—1:1000, en í stærri
skurðum minni og verður jafnvel að fara niður i 1:10000.
Hámarkstakmörk hallans eru eingöngu liáð því, að liægt sé að
tryggja að landið ekki brjóti út frá skurðinum.
Af því að grófur sandur er þýðingarlaus, og má telja að sé
ágalli á áveituvatni, sé hann í því, getur verið ástæða til að
láta hann setjast til í straumlygnu vatni við upptöku skurðar-
ins, sem þá er gerður hallalítill á þeixn stað og breiðari en
annars staðar. Það verður kostnaðarminna að geta hreinsað
sandinn úr á talcmörkuðu svæði heldur en ef hann dreifist um
skurðbotninn á langiú vegalengd.
Til þess að geta komið áveilu á allt það land, sem nothæft
er til veitugerðar á viðkomandi slað, er aðalskurður, ef unnt