Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 111
BÚFRÆÐINGURINN
107
er, tekinn upp ofan við áveilusvæðið og er látinn fylgja hæstu
lilið þess. Stundum er það með fram hlíðum í dölum, eða
l’ylgir hæðum eða hraunbrúnum á láglendissvæðunum. Stund-
um eru bakkar ánna hærri en áveitulandið út frá og áveitu-
skurður því lagður meðfram árfarveginum, en í þeirri fjar-
lægð frá, að ekki sé hætta af landbroti. Aukaskurðir fylgja
hæðum á landinu til þeirra staða, sem þeim er ætlað að dreifa
vatninu á.
Liggi skurður meðfram jaðar svæðisins, er hann lagður það
hátt yfir l'latlendið, sem veitt er á, að skurðurinn verði að
mestu niðurgrafinn, en ekki upphlaðinn nema að litlu leyti á
neðri brún, og að samt sem áður sé hægt að talca úr honum
vatn, hvar sein þarf, til að leiða inn í áveituhólfin, er út frá
honum liggja. Slturðurinn verður með þessu móti endingar-
hetri og' viðhald hans verður minna. Auk þess verður vatns-
tapið á þeim kafla, er liggur utan við áveitusvæðið sjálft,
minna heldur en ef skurðurinn liggur upphlaðinn ofan jarðar.
Upphlaðinn áveitufarveg er óhjákvæmilegt að hafa þar sem
hallaskilyrðin eru þannig, að erfitt verður um dreifingu vatns-
ins frá niðurgröfnum slturði, og með þvi fyrirkomulagi má
komast hjá kostnaði við stíflur í aðfærsluskurðinum á þeim
stöðum, sem vatn er telcið úr honum til áveitu. Kostnaðar-
minnst er að gera áveituskurði þannig, að það nhkill hluti
þeirra sé niðurgrafinn, að efni fáist úr greftinum til garða
þeirra, er með þarf, til að skurðurinn fái þann heildarþver-
slcurðarflöt, sem honum er ætlað að hafa.
Króna garðanna á að reiknast að liggi 0,20—0,50 metra yfir
Venjulegt vatnsborð í skurðinum og krónubreiddin fer eftir því,
hve mikið vatn hann flytur og hvernig jarðvegur er í görð-
unum, er mynda hliðar skurðsins, og niá reikna ineð eftir
þessu mismun í breidd frá 0,50—1,50 metra.
Afrennsli frá landi, er hærra liggur en aðfærsluskurðurinn
sjálfur, má láta falla í hann, ef það er nothæft áveituvatn, en
gera verður ráð fyrir því við ákvörðun um rýini skurðsins,
því það má ekki yfirfylla rými lians. Beri þetta vatn fram
möl og sand, verður að fyrirbyggja að það berist í slcurðinn,
getur því þurft að leiða vatn þetta burtu með sérstökum
jaðarskurði skemmri eða lengri Ieið. Þá getur jafnvel aðstaða
verið þannig, að þetta vatn verði að leiða með undirfalli í
lokaðri leiðslu undir botni áveituskurðsins, eða með yfir-