Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 112
108
BÚFRÆÐINGURINN
falli yfir hann til að því verði komið gegnum áveitusvæðið til
þess farvegar, er leiðir vatnið burtu.
Við upptöku aðfærsluskurðar er alltaf nauðsynlegt að háfa
flóðhlið með flóðloku, svo hægt sé að taka vatnið af og auka
eða minnka vatnsrennsli aðfærsluskurðar eftir því, sem þörf
er fyrir. Alltaf skal leitast við að inntak skurðar sé þannig,
að i liann náist fullt og sem jafnast vatnsrennsli, óháð vatns-
stöðubreytingum farvegar þess, sem vatnið er tekið úr.
Neðan við, þar sem skurðir mætast, og aukaskurðir liggja
frá aðalskurði, þarf einnig að hafa flóðlokuútbúnað, svo hægt
sé að loka fyrir, takmarka eða auka vatnsrennsli í skurð-
inum, er frá aðalskurði liggur.
Aukaskurðir liggja eftir þeim stöðum á landinu, þar sem
vatnstakan til áveituhólfanna er að þeim liggja, er sem auð-
veldust, og þessa skurði er oft hagstætt að gera upphlaðna,
einkum á flötu landi. Venjulega er þá krónubreidd garðanna
nægileg 0,3—0,8 metra þegar um minni skurði er 'að ræða,
og að hæð þeirra sé reiknað > 0,20 metrum yfir venjulegt
vatnsborð þeirra. Vatnið frá þessum skurðum er tekið inn í
áveituhólfin með veitustokkum gegnum garðana, fer vídd
þeirra eftir stærð áveituhólfanna, sem þeir eiga að fylla. Þeim
er lokað með felliloku á skafti, svo auðveldara sé að opna og
loka þeim. Venjulegast er heppilegast að vatnsinntakan sé
efst í hverju áveituhólfi.
Um leið og ákvörðuð er lega skurðakerfis, fer fram athugun
á, hvar umferðabrýr þurfa á skurðina vegna umferðar í sam-
handi við notkun landsins, svo og ef almennir umferðavegir
liggja yfir skurðina.
2. Affallsskurður.
Affallsskurðir fyrir áveitusvæði eiga að liggja þannig, að
þeir tæmi vatnið af áveitusvæðinu á sem skemmstum tíma.
Til þess að fullþurrka landið milli þess, sem áveita er á því,
þarf því oft samsett skurðakerfi, þó stundum nægi einn aðal-
affallsskurður, en landið fái þurrkunina aðallega frá þver-
skurðum meðfram flóðgörðum, sem grafnir eru með halla út
til affallsins. Aðalaffallið ber því venjulega að leggja í gegn-
um lægstu staði landsins og fylgir þá oft náttúrlegum far-
vegum, kílum eða keldudrögum á landinu, þar sem svo háttar
til, að landi hallar frá árfarvegum upp að mótum flatlendis-