Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 118
114
BÚFRÆÐINGURINN
nýjaS loft og súrefni sitt meðan það fellur eftir rennustokknum
gegn um aðra hvora spildu.
Fjarlægðin milli rennustokka er i skipulegri straumveitu höfð
20—30, mest 40 metrar og milli seytlurennanna 5—15 metrar, en
þó verður að haga þessum fjarlægðum mjög eftir landslaginu, til
þess að dreifing vatnsins verði jöfn. Lengd og breidd spildanna
má vera því meiri, sem halli landsins er meiri og jafnari, því
þéttara sem jarðlagið er, og því meira vatnsmagn, sem er til
umráða.
Ef vatnið vegna mishæða á landinu safnast saman, er því
dreift aftur með aukarennum yfir þá staði, er þurrir verða, því það
er þýðingarinikið atriði að dreifingin sé sem jöfnust.
Þegar vatnið af veitunni siðast er leitt burtu, er bezt að það sé
gert í safnskurði, er tekur við þvi frá þurrkskurðunum, og er það
leitt á einum stað til þess farvegar, sem er affall fyrir svæðið.
Þá aðferð, sem hér hefir verið lýst, er hægt að nota á jafnt
hallandi, greiðfærum engjum. Ef landið er þýft, þá verður dreifing
vatnsins meira eða minna ójöfn. I
Straumveitu er einnig þannig fyrir komið á ræktuðu iandi, að það
það fer fram meira eða ininni lögun og jöfnun á yfirborði landsins, sam-
ldiða ræktun þess, sem gerð er með sérstöku tilliti til veitugerðarinnar.
Ef halii iandsins er á einn veg, þá eru þvert við aðalhallann jafnaðir
idiðstæðir skáfletir af jafnri brcidd. Efri brún hvers flatar er lárétt
og fylgir seytlurennan henni, seytlar nokkuð yfir liana og flötinn fyrir
neðan, en staðnæmist og safnast saman við brún næsta skáflatar neðan
við og myndar uppistöðu við hana eins og myndin sýnir. Halli flatanna
ætti að vera > 4% og ætti efri hrún annars skáflatar að vera jöfn
botnhæð seytlurennu ofan við næsta skáflöt íyrir ofan.
Séu hallaskiiyrðin þannig, að hentugra sé að jafna landið í beðum,
eða ef landið i heild er hallalitið (hallinn > 2%), þá er frá sömu seytlu-
rennu veitt á til beggja hliða við hana og liggur því rennan eftir miðju
beðinu endilöngu. Frá rennustokkunum 2. (sjá myndina) fellur vatnið í
seytlurennurnar r, en afrennslið frá landinu fer fram cftir þurrkskurð-
unum e, sem liggja í dældunum milli beðanna út til affallsins A. Seytlu-
rennurnar eru lagðar með litlum halla 2—3%c, eða jafnvel án lialla.
Þurrkskurðirnir séu lagðir með meiri halla, eða 5—10%c. Rými seytlu-
rennu fer minnkandi frá upptökum hennar, en aftur á móti fer rými
þurrkskurðanna vaxandi frá upptökum þeirra og út til affallsins. Dýpt á
rennunum má vera 10—15 cm og breidd 15—25 cm. Lengd beðanna er
ógjarnan liöfð meiri en 50 metrar. Rreidd hliðflatanna á beðunum getur