Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 120
116
B Ú F R Æ Ð I N G U H I N N
í öðru lagi mega hallaskilyrði landsins vera alveg sér-
staklega jöfn, ef ekki verður mjög misjafnt vatnsdýpi, og er
j)á hætt við vatnsroti og eyðileggingu á gróðrinum á stærri
eða minni svæðum af þeim ástæðum.
í þriðja lagi er uppistöðuflöturinn venjulega það stór, að
vindbára nær sér fyrir á honum betur en í áveituhólfum af
venjulegri stærð. Þetta veldur ýfingu á grassverðinum, svo
að gróðurinn gisnar. Þá má og benda á það, að fylgi ekki
framræsla, verður þurrkun landsins mjög hægfara, og jarð-
vegurinn verður súr og kaldur.
Ivostir þessa fyrirkomulags eru, að verkið er oft ódýrt í
framkvæmd, og sé vel frá stíflu og l'yrirstöðu vatnsins gengið,
er áveitan ódýr í viðhaldi og þarf lítið eftirlit um áveitutím-
ann. Þá er það og kostur, að vatnsmagnið hagnýtist vel, að-
færslutap verður ekkert og hlutfallslega minna vatnsmagn
getur nægt t'yrir stærra svæði heldur en við flóðveitu.
Hið almennasta og jafnframt bezta íyrirkomulag flóðveit-
unnar er, að vatnið er tekið upp í skurði við efri takmörk
svæðisins, sem veitt er á, og skipting þess til flóðhólfanna fer
fram frá skurðalcerfi, sein lagt er um áveitulandið, þannig
að hvert áveituhólf fái vatnsmagn sitt beint frá áveituskurð-
inum. Flóðgarðar skipla landinu í flóðhólf og fer stærð þeirra
eftir hallaskilyrðum landsins. Má halli þess helzt ekki vera
meiri en 1:250, annars kemur, sé halli meiri, til athugunar,
hvort ekki sé ódýrara og betra að hafa straumveitu. Það er
aftur eingöngu framræsluaðstaðan, sem setur takmörk fyrir
því, hve lítili halli landsins má vera.
a. Flóðgarðar.
Til þess að legu flóðgarðanna verði vel fyrir komið, er
nauðsynlegt að mæla l'yrir þeim. Enda þótt fyrir liggi af land-
inu uppdráttur með hæðamælingum, þá er rétt, áður en byrjað
er að mæla fyrir grunnstæði garðs, að taka yfirlits hallamæl-
ingu af svæði því, sem lionum er ætlað að halda vatni á.
Eftir það er álcveðin depilhæð í grunnstæði í meðalhæð á
landinu nálægt fyrirhuguðum enda garðsins og hæðin á milli
þessara staða i beinni línu lauslega hallamæld með 40—60
metra millibili. Ef hinar umræddu depilhæðir ekki víkja yl'ir-
leitt meira en Í 0,10 metra frá depilhæð meðalhæðar í grunn-