Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 122
118
BÚFRÆÐINGURINN
f, t. d. 0,5 0,7, 1,0 1,25 o. s. frv. aö viölagðri hálfri breidd
krónunnar.
Þá er einnig merkt út frá miölínu hálf krónubreiddin og
snúrur strengdar fyrir henni í réttri garðhæð, sem fundin er
út frá flísunum. Með fláamáli er svo fengið rétt snið á hleðslu
fláans.
Krónubreidd garða sé 0,30—0,40 cm. Það er bezt að hafa
hliðfláann 1 : 1 á garði fullsígnum. Stundum er flái hafður
minni annarsvegar. Þá má og láta efni skurðar ráða rými
garðsins, er þá hliðfláinn hafður 1:1 vatnsmegin, það sem
upp úr skurði kemur lagt upp á bak við garðinn svo uppfyll-
ingin myndi skáflöt, sem þakinn er með mýrartorfi. Til
uppfyllingar er notað rofið úr neðri stungunum, en ef nota
þarf grassvörð innan í garðinn, er grasrótin og mosi eða lyng
fiegið ofan af, því sina og mosi eða hrís gerir garðinn
ótryggan fyrir gegnrennsli. Hnausana til uppfyllingar er bezt
að stinga með sniddulagi og hvolfa þeim. Bezt er efni til garð-
anna, ef hæfilega mikið af sandi og leir er í efninu. Þéttur
leir er lakari, því þá er hætta við að hann springi í þurrkum
og frostum. Frá byrjun sltal hleðsla og uppfylling í garðinum
vera felld vel saman og mega elcki verða holur milli linausa,
þær séu vel fylltar jarðvegi. Til að fella efnið saman í görð-
unum er gott að hafa þungan þjappara eða vel sé troðið á
garðinum um leið og hver hnausaröð er lögð. Eftir að garð-
urinn hefir náð fullri hæð, er hann kýfður vel og síðan er
krónan þalcin annað tveggja með snidduhnausum, sem hvolft
er þvert yfir garðinn, þannig að þeir falli þétt hver inn á
annan, eða þeir eru þaktir með grastorfi.
Skurður, sem efni garðsins er tekið úr, er liggur með fram
lionuin að ofan, er látinn hafa botnhalla að þurrkskurði.
Þurrkskurður, er tekur við vatni frá þessum skurðum flóðhólf-
anna, getur annað tveggja legið gegn um áveituhólfið, eða
með annari hlið þess, ef sami þurrkskurður er fyrir tvö lilið-
stæð áveituhólf. Afrennslið úr áveituhólfunum fer í gegn um
flóðop, sem þá annað tveggja er í aðal þurrkskurðinum eða
þverskurðinum meðfram garðinum.
Flóðopið getur verið steyptar pípur, járn eða trépípur, með
lokuútbúnaði, þar sem hleri er felldur í gróp, sem eru í urn-
gerð l'lóðopsins. Betra er, einkum ef flóðop er í aðalþurrk-
skurði, að hafa hliðarveggi þess sperrureista og þiljaða. Sperr-