Búfræðingurinn - 01.01.1941, Síða 123
BÚFRÆÐINGURINN
119
urnar eru a6 neðan tengdar saman með botntrjám og er
gólfflöturinn úr borðum eða tryggður með grjótlagningu.
Að ofan er þverbiti. Flóðopinu má loka með lausum fleka
•eða borðum, sem annað tveggja eru felld lárétt í og geta þá
myndað yfirfall, eða rísa eftir fláa sperranna, sem fylgir
l'láa garðsins. Búa verður svo um við bakhlið stíflunnar,
að ekki rífi straumkastið frá henni kampana að aftan eða
hliðar og botn skurðsins svo ker myndist aftan við hana.
Er því golt að grjótleggja niður frá útfallinu þar til straum-
inn tekur nokkuð af.
b. Vatnsdýpt og stærð áveituhólfa.
Hver flóðdýpt hentar bezt er breytilegt og er háð mjög
hinu náttúrlega gróðurfari landsins, en staðháttanna vegna
er hvergi nærri alltaf unnt að ná hinni æskilegustu vatnsdýpt
í áveituhólfunum.
Árið 1924 voru gerðar nokkrar athuganir með árangur af
niismunandi vatnsdýpt í flóðhólfum áveitunnar á Skeiðum í
Árnessýslu. Þessar athuganir eru að vísu gerðar á fleiri jörð-
um við mismunandi jarðvegs- og gróðrarskilyrði, en þó
nokkrar undantekningar séu um að svörin, sem fengust, séu
í fullu samræmi, þá sýnir þó mestur hluti allra athugananna,
að þegar vatnsdýptin fer yfir 30—40 cm, þá fer eftirtekjan
minnkandi. Þelta sést á eftirfarandi tölum, sem teknar eru
i'rá einni og sömu jörð:
Tala athugana ....... 27 22 10
Vatnsdýpt m ......... 0,30 0,40 0,70-—100
Heymagn af ha kg . . 1829 1462 968
Það sem einkenndi breytinguna á gróðurfarinu, þar sem
vatnið var dýpst, var tegundafækkunin miðuð við þann gróð-
ur, sem fyrir var á landinu, og í öðru lagi, hvað gróðurinn
varð gisinn. Þar sem vatnsdýpið var minna hélt hinn náttúr-
legi gróður nokkurn veginn hlutfallstölum sínum eins og á því
landi, með sama gróðurfari, sem ekki var veitt á.
í öðru áveituhólfi, þar sem vatnsdýptin var jafnari og minni,
og á efsta hluta hólfsins, var seytluveita, en vatnsdreifingin
var þó ekki á henni eins góð og skyldi, því landið var smá-
þýft. Þar voru niðurstöðurnar þessar: