Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 124
120
BÚFRÆÐINGURINN
Flóðveita Seytluveita
Tala athugana 3 6 9 3
Vatnsdýpt m 0,15 0,30 0,40
Heymagn af ha kg .. 2220 2157 2092 1860
Munurinn á eftirtekjumagni er ekki verulegur við 15—40 cm
vatnsdýpt á þessum stað, og samkvæmt þessum athugunum
svo og almennri reynslu manna í þessu efni má álykta, að
25—30 cm valnsdýpi gefi bezta raun.
Vatnsdýpið er háð þvi, á hvaða árstíma veitt er á. Við vetrar-
áveitu þolir gróðurinn meira vatnsdýpi, þar sem landið cr
vaxið stargresi, heldur en við voráveituna.
Ýmsir telja sig hafa reynslu fyrir, að vatn á vetraráveitum
eigi að vera það djúpt, að áveituhólfin botnfrjósi ekki. Það
eykur flóðgarðakostnaðinn, en með því að hafa yfirfallsút-
rennsli úr áveituhólfunum er hægt að hækka og lækka vatns-
stöðu í þeim eftir vild, en við ákvörðun um legu flóðgarðanna
verður að reikna þá með meira vatnsdýpi en gert er ráð fyrir
hér að framan, eða allt að 50 cm.
Með tilliti til þess, að kostnaður verði sem minnstur, er
hagfellt að hafa áveituhólfin stór, en því fylgja samt nolckrir
ókostir. I stóru hólfunum verður mikill öldugangur í stormi,
einkum þó ef vatnsdýpi er mikið, það ýfir rólina og grisjar
gróðurinn. í stóru hólfunum er alltaf hættara við misjöfnu
vatnsdýpi, og dreifingin á föstu efnunum í vatninu verður
lakari, nema því aðeins að vatnsinntakan í hólfið geti verið á
fleiri stöðum.
c. Áveitutíminn og notkun áveitunnnr.
Eftir tilgangi áveitunnar fer það, hvernig áveitan er starf-
rækt og það, hver tími er hentugastur til áveitu.
Höfuðmarkmið flóðveitunnar er, að færa landinu og gróðr-
inum áburðarauka, auk þess enn önnur áhrifaatriði, er að
gagni koma til aukningar eftirtekjunni af áveitulandinu svo
sem:
a) að draga úr áhrifum skaðlegra vorkulda og að fyrirbyggja
frosthættu,
b) að eyða mosa, lyngi, hrísi og öðrum lélegum gróðri, er
lítið fóðurgildi hefir, úr engjum,