Búfræðingurinn - 01.01.1941, Qupperneq 125
BÚFRÆÐINGURINN 121
c) að færa jarðvatninu og jarðveginum nieð endurnýjaðri
vatnsnotkun aukið loft og með því súrefni,
d) að auk þessa er flóðveitan vörn gegn ágangi búfjár meðan
vatn stendur yfir landinu.
Þar sem aðalmarkmið flóðveitunnar verður þó hið fyrst
nefnda atriði, aðflutningur verðmætra næringarefna til engis-
ins, þá verður val áveitutímans að vera gert með sérstöku
tilliti til þess. Það er því aðalatriði við notkun vatnsins til
flóðáveitu að taka það til áveitu, þegar framburður af föstum
efnum í vatninu er sem mestur. Sá tími, sem einkum kemur
því lil greina með tilliti til þessa, er snemma að haustinu í
rigningartíð, og seinni liluta vetrar, er leysingar byrja, og fram
eftir vori meðan vatnavextir haldast.
1) Haustáveita má byrja að afloknum slætti. Þó má telja,
að á þeim tíma sé tilgangslítið að nota vatnið, sé aðeins um
lært bergvatn að ræða. Áveita á þeim tíma kemur fyrst og
fremst til greina, að vatnið, sem notað er, beri einhver föst
efni með sér, en þó verður að gæta hófs um notkun þess, ef
framburður í vatnavöxtum er það mikill, að til tjóns geti orðið
með of miklum l'ramburði af leir í grassvörðinn. Sé nóg
vatnsmagn til umráða á þessum tima, þá er skipt um vatn í
hólfunum, því aðalatriðið er að fá föslu efnin, og er þau liafa
setzt til, má endurnýja vatnið. Þegar veitt er af, verður helzt
að gera það í lygnu veðri og láta vatnið hafa hægt rennsli,
svo það beri sem minnst með sér burtu af þeim efnum, sem
botnfallið hal'a.
2) Vetraráveitan er aftur á móti framkvæmd þannig, að
sama vatnið stendur í hólfunum lengri tíma, og er því aðeins
ástæða til að skipta um vatn, að hægt sé að ná áburðarauð-
ugu vatni í langvarandi leysingum og vatnavöxtum. Enn-
fremur er það að alhuga, er frarn á útmánuði kemur, að þá
er æskilegt áður en grös fara að lifna, að hægt sé að skipta um
vatn, en varast ber að gera það á þeim tíma, þegar frost og
kuldanæðingar eru. Við vetraráveituna er reynt að halda fullu
vatnsdýpi í hólfunum eins og flóðgarðahæðin l'rekast leyfir.
Vetraráveitu má því aðeins framkvæma að staðaldri á land-
inu, að meginhluti gróðursins sé hálfgrös, því valllendisgróður-
inn þolir ekki vatnið, sé það viðvarandi um lengri tíma, nema
því aðeins að framræsla landsins að áveitu lokinni sé í bezta
iagi.