Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 128
124
BÚFRÆÐINGURINN
Þær aðferðir, sem liér koma einkum til greina, eru seytln-
úveita, rótarvölcvun og regnáveita.
í. Seytluueita.
Seytluáveitu verður þvi aðeins við komið á ræktuðu landi,
hvort heldur sem það er tún, akurlendi eða garðar, að landið sé
mishæðalaust og með nokkurnveginn jöfnum halla.
Áveitan er í þvi fólgin, að vatnið er látið seytla gegnum gróður-
lag jaíðvegsins og um yfirborð hans, án þess þó að um nokkurt
verulegt straumrennsli sé að ræða.
Áveitunni getur verið að meira eða minna leyti svipað fyrir
komið og straumveitu að öðru en því, að vatnsmagnið er minna,
sem notað er, og rými skurðakerfisins minna og þar af leiðandi
seytlurennurnar Iíka.
Með litlum þar til gerðum plógi eru smárennur gerðar i jarð-
veginn þvert við aðalhalla landsins, og er jarðvegurinn, scm upp
kemur, látinn falla á neðri brún rásarinnar. Á garðlöndum er
raðsáningin framkvæmd með tilliti til jiess, að rennurnar geti legið
inilli raða plantnanna. í görðum og akurlendi eru rennurnar gerðar
með 1—1,5 metra millibili. Breidd þeirra er 8—10 cm og dýptin
fer eftir jarðveginum, 6—12 cm minna í lausum jarðvegi en meiri
í föstum. Lengd þeirra má vera allt að 200 metrar, ef jarðvegur
er þéttur og yfirborð landsins er jafnt, en þær eru gerðar styttri
í lausum jarðvegi. Vatnið er Jeitt til rennanna annað hvort með
smáskurði, pípum eða lausum, færanlegum trérennum.
Rennustokkarnir liggja þvert á stefnu seytlurennanna, og til þess
að koma vatninu inn í þær, er rennustokkurinn stíflaður með felli-
loku fyrir neðan aðra eða jiriðju hverja rennu, eftir þvi sem þörf
er á, vegna hallans á landinu. Með þessu móti fæst inn rennsli
i tvær eða þrjár rennur til hvorrar hliðar við aðfærsluleiðsluna
samtimis. Þegar sá hluti landsins hefir fengið fulla vökvun, er
lokan færð niður fyrir næstu spildu. Sé vatnsmagn nóg, er liægt
að takmarka aðeins vatnsrennslið, svo allar rennur fái vatn sam-
timis.
2. Rótaruökuun.
Rótarvökvun er í þvi fólgin að hækka vatnsstöðu farvegs skurða
eða lokræsa svo vatnsstaðan í jarðveginum umhverfis lækki það
mikið, að vatnið nái rótkerfi nytjaplantnanna, sem ræktaðar eru í
landinu.
Við engjaræktun á rótarvökvun bezt við á sendnum og lausum
jarðvegi, sem sleppir vatninu litið hindrað i gegn um sig. Enn-
fremur þar sem jarðvegur er grunnur og liggur á hraunundirlagi.