Búfræðingurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 129
BÚFRÆÐINGURINN
125
Hin einfaldasta aðferö er sú, ef vatnsfarvcgur liggur i gegn um
flatt land, að þverstífla farveginn raeS flóðlokum og halda vatns-
stöSuhæSinni þannig, aS grunnvatnsborSiS nái þvi nær til yfir-
borSsins á landinu, er rótarvökvunar á aS njóta. Þetta verSur aS
framkvæmast meS þeim hætti, aS þegar farvegurinn er ekki stífl-
aSur upp, haldi hann sinni venjulegu vatnsborSshæS, svo um-
hverfiS geli sigið og þornað.
Þá getur lcomið lil greina við þessa aðferð að leggja skurða-
kerfi um landið, sem vatnið er látið standa í, en þá fer kostnaður
með framkvæmdina að verða það mikill, að til álita getur komið,
hvort þá sé ekki betra að hafa fullkomna scytluáveitu.
Auk þess sem hér hefir veriS getiS, þá er þessi aSferð þó aðal-
lega notuð á lokræstu landi, og er þá legu og halla lokræsanna
þannig fyrir komið, að með sérstökum útbúnaði í þeim er lokað
fyrir vatnsframrennslið, en staða grunnvatnsins hækltar. Ræsa-
lcerfið er stundum lagt þannig, að hægt er að veita áveituvatni inn
í ræsin. Vatnið þrýstist þá upp í gegnum jarðveginn og vökvar
gróðrarmoldarlagiS umhverfis rætur jurtanna.
3. Regnáueita.
Regnáveitu eða þrýstivökvun er hægt að framkvæma á tvennan h&tt.
Hai'i vatnið, sem nota á, mikla fallhæð yfir þeim stað, sem á að nota
vatnið, þá getur fengizt sá þrýstingur á það, er nægi til að dreifa þvi.
í annan stað er þvi dreift með þrýstidælum.
Til þess að dreifa vatninu eru notaðar járnpípur eða asbestcements-
l>ipur og eru þær annað tveggja lagðar ofan jarðar og eru þá tilfæran-
ltgar, eða neðan jarðar í föstu dreifikerfi. Séu pípurnar ofan jarðar,
þá er annað tveggja að dreifingin á sér stað heint gegn um göt á pipun-
um sjálfum eða þá að sérstakur dreifiútbúnaður er settur í samband
við þær.
G. Þurrkun áveitulands.
Af áveitu fæst þvi að eins góður árangur, að framræsla
landsins sé í góðu lagi. Þetta gildir ekki aðeins þau áveitu-
svæði, þar sem aðalgróðurinn er jurtir af grasættinni, vall-
lendisgróður eða túnjurtir, heldur lílta þar sem starirnar og
aðrar votlendisjurtir eru ríkjandi. Það er fengin margra ára
reynsla fyrir því á beztu áveituengjunum hér á landi, t. d.
Hvanneyri í Borgarfirði, heimaengi Reynistaðar í Skagafirði
og víðar, að framræsla áveituengja er nauðsynleg til jtess að
full not verði af áhrifum áveitunnar. Þess sjást mjög víða
dæmi, að bezta sprettan er meðfram og útfrá skurðunum, þar
sem þurrkun landsins verður mest.