Búfræðingurinn - 01.01.1941, Page 131
BÚFRÆÐINGURINN
127
injög vatnsheldin, má bilið vera 50—100 metrar, en i þéttum
jarðvegi 30—50 metrar.
2) Gerð þiirrkskurðanna. Dýpt þurrkskurðanna er venju-
iega ráðlegt að hafa 0,60—1,10 metra og helzt ekki minna en
þrístungna skurði. Hliðflái þessara skurða má yfirleitt vera í
mýrarjörð 1:0,25—1:0,50, en sé jarðvegur lausari 1:0,75.
Rotnbreidd þessara skurða má yfirleitt vera 25—30 cm. Ruðn-
inginn úr skurðunum má nota í flóðgarðana, eða til jöfnunar
á dældum í landinu, en sé hans ekki þörf til þessa, verður
að ganga þannig frá honum, að hann hindri ekki frjálst
rennsli vatnsins til slcurðarins þegar veitt er af.
Auk þess sem skurðir þessir þurrka landið, má nota þá til
að framkvæma með þeim rótarvölcvun á landinu eftir að flóð-
veitutíminn er liti, er það gert með þeim hætti að fellilokur
úr tré eða járni eru settar í þá á svo mörgum stöðum sem
þörf er á til að þeir standi barmafullir af vatni. Sé þetta gert,
má stytta flóðveitutímann án þess að landið sé svipt því
vatni, sem gróðrinum er nauðsynlegt, og með því móti má
vinna á móti þeim ókostum flóðveilunnai-, þegar vatninu er
haldið í hólfunum langt fram eftir vori, að gróðurinn verði
gisinn og svo veikbyggður, að hann leggist eftir að vatninu
hefir verið veilt af.
Reynslan hér á landi sýnir, að hér gildir einnig það lögmál
um notkun vatns til áveitu, er L. Vincent orðaði þannig: að
cngin áveita skyldi gerð svo ekki væri um leið séð fyrir full-
kominni framræslu landsins.
H. Sléttun áveitulands.
Hin þýfðu engi gera heyskapinn erfiðari og dýrari. Áveitur
geta haft nokkur áhrif til þess að landið jafnist og sléttist,
en einhlítt er það ekki, að engjarnar sléttist á þennan hátt.
Mosaþýfi hverfur, en þétt mýrarþýfi hverfur ekki til fulls, þó
varanleg áveita sé á landinu. Grasvöxtur verður jafnbetri á
sléttum engjum en þýfðum. Er það því sjálfsögð jarðabót að
framkvæma sléttun þeirra.
Það eru þrjár aðferðir, sem koma lil greina, sem allar eru
miðaðar við, að hinn náttúrlegi gróður haldist á landinu.
1) Völtun. Hún kemur til greina þar sem er lágt fleytings-
þýfi, einkum ef þúfurnar eru lausar í sér. Á því landi, þar